Browse by year:


Internal Market

Stigatafla innri markaðar: Árangur að meðaltali lakari meðal EFTA ríkjanna

4.7.2013

PR(13)61 - Icelandic version

Stigatafla innri markaðar, sem birt var í dag, sýnir að meðal innleiðingarhalli EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, hefur aukist frá því að vera 1.0% í febrúar síðastliðnum yfir í 1.2% nú í júlí. Til samanburðar þá er meðal innleiðingarhallinn hjá ESB ríkjunum töluvert lægri eða 0.6%.

Stigataflan sýnir að bæði Liechtenstein og Noregur eru undir 1.0% innleiðingarhalla markmiðinu. Ísland er hins vegar meðal þeirra ríkja sem standa sig hvað verst þegar kemur að því að innleiða tilskipanir á réttum tíma.

Innleiðingarhalli er hlutfall tilskipana, miðað við heildarfjölda tilskipana, sem ekki hafa verið tilkynntar innan tímamarka til Eftirlitsstofnunar EFTA.

“Niðurstöður stigatöflunar í sumar valda vonbrigðum og meðal innleiðingarhallinn er yfir 1% markmiðinu. Það er mikilvægt að EFTA ríkin grípi til ráðstafana og vinni að því að flýta fyrir innleiðingu EES reglna í landsrétt.” segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.

Innleiðingarhalli Íslands hefur aukist og er nú 2.3%. Þetta eru verstu niðurstöður Íslands síðan stigataflan kom fyrst út árið 1997. Hins vegar drógu íslensk stjórnvöld lítilega úr töfum á innleiðingu sem fóru frá því að vera 13 mánuðir yfir í það að vera 11.2 mánuðir að meðaltali.

Innleiðingarhalli Noregs óx einnnig en hann fór úr 0.7% í 0.9%. Hins vegar dró Noregur jafnframt úr töfum á innleiðingu sem fóru frá 7.5 mánuðum í 5.9 mánuði. 

Liechtenstein stendur sig best á meðal EFTA ríkjanna, en innleiðingarhallinn þar er sá lægsti frá upphafi mælinga eða 0.3%. Hins vegar hafa tafir á innleiðingu Liechtenstein aukist til muna, úr 7.6 mánuðum í 13.4 mánuði.

Tafist hefur að innleiða tvær tilskipanir á Íslandi í meira en 2 ár og eina í Liechtenstein.Dregið hefur úr fjölda reglugerða sem innleiddar eru eftir áætlun á Íslandi en þær fóru úr því að vera 40 í síðustu stigatöflu í 35 í þeirri sem birt var í dag. Í Noregi fór fjöldin hins vegar úr 19 í 35.

Stigatafla innri markaðar er birt tvisvar á ári. Í töflunni kemur fram hversu vel stjórnvöldum í EFTA-ríkjunum gengur að innleiða tilskipanir og reglugerðir á réttum tíma og hversu mörg samningsbrotamál eru hafin af hálfu ESA gegn EFTA ríkjunum. Slík mál geta komið til vegna rangrar innleiðingar og þegar tilskipanir og reglugerðir eru ekki innleiddar innan tímamarka.

Stigataflan sýnir að dregið hefur úr fjölda samningsbrotamála um 17 (úr198 í 181) síðan síðasta stigatafla kom út.

Hægt er að sjá stigatöfluna í heild sinni hér.

Frekari upplýsingar veitir:

Ólafur Jóhannes Einarsson
Framkvæmdastjóri, Innra markaðsviðs  
sími: (+32)(0)2 286 18 73
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS