Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Ísland og Noregur verða að endubæta meðferð á úrgangi frá skipum

11.7.2013

PR(13)68 - Icelandic version

Ísland og Noregur hafa ekki réttilega innleitt tilskipun sem varðar aðstöðu í höfnum til að taka á móti úrgangi og skipa og farmleifum og verða að tryggja fullnægjandi meðferð á úrgangi frá skipum. Þetta er niðurstaða tveggja rökstuddra álita sem Eftlirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi frá sér.

Markmið tilskipunarinnar (tilskipun 2000/59/EB) er að draga úr losun úrgangs og farmleifa í sjó frá skipum sem nota hafnir innan Evrópska efnahagssvæðisins og efla verndun sjávar. Ein af þeim aðgerðum sem koma skulu til framkvæmda til þess að ná umræddu markmiði er að auka framboð og notkun á móttökuaðstöðu í höfnum vegna úrgangs frá skipum og farmleifa.

Sumarið 2010 framkvæmdi Siglingaöryggisstofnun Evrópu (EMSA), fyrir hönd ESA,  úttektir á Íslandi og í Noregi þar sem tilgangur með úttektunum var að skoða að hve miklu leyti móttökuaðstöða í höfnum uppfyllir ákvæði tilskipunarinnar.

Þrátt fyrir að bæði ríkin hafi innleitt flest ákvæði tilskipunarinnar leiddu úttektirnar í ljós ýmsa annmarka. Móttökuaðstaða hafna er ekki fullnægjandi í öllum höfnum, auk þess sem verklagsreglum um eftirlit með þeim skyldum sem hvíla á skipum er ekki framfylgt.

Rökstutt álit telst lokaaðvörun til Íslands. ESA getur ákveðið að leggja málið fyrir EFTA-dómstólinn ef Ísland hefur ekki gert viðeigandi ráðstafanir til að fara að álitinu innan tveggja mánaða. 

Frekari upplýsingar veitir: 

Mr. Ólafur Einarsson
Director, Department of Internal Market Affairs
tel. (+32)(0)2 286 18 73
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS