Browse by year:


Internal Market

Heilbrigði eldisfiska: Opinbert eftirlit á Íslandi fullnægjandi

16.7.2013

PR(13)70 - Icelandic version

Opinbert eftilit með heilbriði eldisfiska er almennt fullnægjandi. Þetta er niðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA sem birt er í dag.

ESA gerði úttekt á Íslandi í mars 2013 til að kanna hvort að opinberu eftirliti með heilbrigði lagareldisdýra (þar með talið eldisfisks, lindýra og krabbadýra) væri hagað í samræmi við EES reglur.

Þó að eftirlit sé reglubundið og skýrslugerð góð, eru ákveðnir vankantar fyrir hendi:

  • Dýralæknar veita lyf í fiskeldisstöðvum þar sem þeir bera jafnframt ábyrgð á opinberu eftirliti með notkun dýralyfja. Slíkt getur skapað hættu á hagsmunaárekstrum.
  • Opinber skrá yfir vinnslustöðvar er til staðar sem almenningur hefur aðgang að. Nöfn flutningsaðila eru hins vegar ekki hluti af þessari skrá.
  • Allar vinnslustöðvar hafa fengið opinbera viðurkenningu og eru háðar opinberu eftirliti. Gæðastjórnunarkerfi og líföryggiskerfi eru ekki alls staðar fyrir hendi eða ekki fullkláruð í sumum af þeim vinnuslustöðvum sem skoðaðar voru.
  • Reglur um tilkynningu sjúkdóma í lagardýrum hafa tekið gildi á Íslandi sem og varnaðaráætlun vegna fiskisjúkdóma. Í dag er hins vegar ekki fyrir hendi viðurkennd aðstaða og tilheyrandi búnaður til neyðarslátrunar á fiski til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma sem upp geta komið. Auk þess er varnaðaráætlun ekki nægilega skýr um það hvenær eða hvernig eigi að meðhöndlun eða farga dýrahræjum þegar upp koma dýrasjúkdómar.

Landsbundin tilvísunarrannsóknarstofa hefur nýlega verið tilnefnd samkvæmt reglum um faggildingu og mat á prófunarrannsóknarstofum. Rannsóknarstofunni er almennt vel stjórnað, með einungis fáeinum undantekningum.

Lesa má lokaskýrsluna her. 

Frekari upplýsingar veitir: 

Nicole Portheim
Press and Information Temporary Officer
Tel. (+32)(0)2 286 18 66
Mob. (+32)(0)4 832 08 631
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS