Browse by year:


Internal Market

Eftirlit með aukaafurðum dýra á Íslandi ófullnægjandi

13.12.2013

PR(13)89 - Icelandic version

Skýrsla Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) kemst að þeirri niðurstöðu að ekki er tryggt að allar aukaafurðir dýra séu meðhöndlaðar, unnar og fargað í samræmi við löggjöf EES-samningsins. Aukaafurðir dýra eru þeir hlutar dýra eða afurða úr dýraríkinu sem ekki eru ætluð til manneldis. Til að tryggja lýðheilsu og heilbrigði dýra gilda reglur um hvernig meðhöndlun, úrvinnslu og förgun aukaafurða dýra skal háttað til að koma í veg fyrir dreifingu hugsanlegra smitefna.

Skýrslan er byggð á úttekt ESA á Íslandi í September 2013, þar sem leitast var við að sannprófa að opinbert eftirlit með aukaafurðum dýra væri í samræmi við löggjöf EES-samningsins.

Þó svo að EES löggjöf á þessu sviði hafi að fullu verið innleidd í íslenskan rétt, þá er misræmi milli íslensku innleiðingarinnar og EES löggjafarinnar hvað varðar skilgreiningu á aukaafurðum dýra, sem að hluta eru skilgreindar sem úrgangur og falla því utan gildissviðs löggjafar um aukaafurðir dýra. Í reynd þýðir þetta að ekki er farið eftir öllum kröfum EES-samningsins er varðar meðhöndlun og förgun aukaafurða dýra. ESA hefur þegar sent íslenskum stjórnvöldum erindi vegna þessa og mun íhuga í ljósi svars íslenskra stjórnvalda hvort farið verði með málið sem formlegt samningsbrotamál.

Í úttekt ESA var einnig staðfest að reglur á Íslandi varðandi sérstaka áhættuvefi nautgripa eru ekki í samræmi við EES löggjöf á þessu sviði og hefur ESA þegar tekið þetta atriði til formlegrar málsmeðferðar.

Í skýrslunni er að finna tilmæli til íslenskra stjórnvalda varðandi greinda annmarka í því skyni að tryggja nauðsynlegar úrbætur og styrkja núverandi eftirlitskerfi.

Íslensk stjórnvöld hafa tekið til greina þær athugasemdir sem settar eru fram í skýrslu ESA og lagt fram tímasetta aðgerðaráætlun sem þegar er til skoðunar hjá ESA. Áætlunin og athugasemdir íslenskra stjórnvalda koma fram í viðauka við skýrsluna.

Lokaskýrsluna má finna hér

 

Frekari upplýsingar veitir

Janne Britt Krakhellen
Deputy Director, Internal Markets Affairs Directorate
tel.
(+32)(0)2 286 18 77
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS