Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn í sex málum

19.12.2013

PR(13)92 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA mun vísa nokkrum málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland hefur vanefnt innleiða nokkrar tilskipanir í landsrétt.

Okkur þykir leitt að þurfa að vísa svo mörgum málum til dómstólsins þar sem Íslandi hefur ekki tekist að gera viðhlítandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir það. Innleiðing EES-löggjafar innan tilskilinna fresta er grundöllur fyrir þátttöku Íslands í innri markaðinum, og er núverandi staða áhyggjuefni” Frú Oda Helen Sletnes, Forseti stjórnar Eftirlitsstofnunar EFTA.

Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli á hendur EFTA-ríki. Áður en kemur til þessa hefur Ísland verið upplýst um afstöðu stofnunarinnar og veittur kostur til að koma á framfæri röksemdum sínum sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf innan settra tímamarka.

Eftirfarandi málum verður vísað til EFTA-dómstólsins:

Álagning vegatolla á ökutæki ætluð til þungaflutninga
Tilskipun 2006/38/EB um álagningu gjalda á þungaflutningaökutæki fyrir notkun á tilteknum grunnvirkjum
Tilskipun 1999/62/EB kveður á um með hvaða hætti leggja skuli vegatolla og notendagjöld á ökutæki ætluð fyrir þungaflutninga á vegum, þar á meðal á vegum sem tilheyra samevrópska vegakerfinu sem og á vegum sem fara um fjalllendi.

Þær breytingar sem tilskipunin kemur á fela í sér nýja skipan hvað varðar álagningu gjalda fyrir notkun vegagrunnvirkja.

Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 14 júlí 2012.

Rekjanleiki sprengiefna
Tilskipun 2008/43/EB um auðkenni og rekjanleika sprengiefna til almennra nota
Tilskipunin kveður á um samræmt kerfi einkvæms auðkennis og rekjanleika sprengiefna til almennra nota, í því skyni að tryggja að þau fyrirtæki sem starfa á sviði sprengiefna hafi yfir að ráða kerfi sem gerir unnt að bera kennsl á þá aðila sem hafa það með höndum á hverjum tíma.

Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1 nóvember 2012.

Flokkunarkerfi fyrir flugeldavörur
Tilskipun 2007/23/EB um flugeldavörur
Tilskipunin kemur meðal annars á samræmdu flokkunarkerfi á flugeldavörum, þar á meðal flugeldum, sem byggist á hættumati þeirra og kveður á um nauðsynlega öryggisstaðla fyrir slíkar vörur. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja frjálsa flutninga á flugeldavörum, samhliða því að tryggja að öryggi og heilsa manna njóti öflugrar verndar, bæði hvað varðar einkanot og einnig þegar nota á vörurnar í atvinnuskyni.

Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1 nóvember 2012. 

Mengun frá skipum
Tilskipun 2005/35/EB um mengun sem á upptök sín um borð í skipum og innleiðingu viðurlaga við brotum
Markmið tilskipunarinnar er að taka upp í EES-rétt alþjóðlega staðla um mengun sem á upptök sín í skipum og að tryggja að einstaklingar sem bera ábyrgð á losun, sæti viðeigandi viðurlögum, til þess að bæta siglingaröryggi og auka vernd umhverfis sjávar gegn mengun af völdum skipa. Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1 nóvember 2012.

Meðhöndlun úrgangs
Tilskipun 2008/98/EB um úrgang
Tilskipunin kveður á um ráðstafanir til verndar heilsu manna og umhverfis með því að koma í veg fyrir eða draga úr skaðlegum áhrifum myndunar og meðhöndlunar úrgangs ásamt því að draga úr nýtingu auðlinda og bæta slíka nýtingu. Tilskipunin inniheldur meðal annars ákvæði um ábyrgð framleiðanda, fyrirbyggjandi aðgerðir, úrbætur, endurnotkun og endurnýtingu sem og stórnsýslufyrirmæli er lúta að starfsleyfum og skráningu rekstraraðila. 

Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1 nóvember 2012.

Réttur starfsmanna til upplýsinga og samráðs
Tilskipun 2009/38/EB um evrópsk samstarfsráð
Markmið tilskipunarinnar er að bæta rétt starfsmanna í fyrirtækjum og fyrirtækjasamstæðum er starfa á Evrópska efnahagssvæðinu, til upplýsinga og samráðs.

Í því skyni, kveður tilskipunin á um að í hverju fyrirtæki og fyrirtækjasamstæðum sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu, skuli, við ákveðnar aðstæður, vera til staðar evrópskt samstarfsráð, eða aðferð til þess að upplýsa og efna til samráðs við starfsmenn.

Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1 nóvember 2012.

 

Sé frekari upplýsinga óskað, vinsamlega hafið samband við:

Mr. Xavier Lewis
Director, Legal & Executive Affairs
tel. (+32)(0)2 286 18 30

 
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS