Browse by year:


Internal Market

EFTA dómstóllinn: níu dómar kveðnir upp gegn Íslandi og Noregi

19.12.2013

PR(13)95 - Icelandic version

Síðastliðna tvo mánuði hefur EFTA dómstóllinn kveðið upp níu dóma í samningsbrotamálum vegna brota á EES samningnum. Sjö dómanna eru gegn Íslandi og tveir gegn Noregi,

Málin voru höfðuð af Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sumarið 2013 þar sem ríkin tvö höfðu ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt EES samningnum og gert nauðsynlegar breytingar á lögum eða reglum innan tilskilinna tímamarka. ESA mun höfða átta ný samningsbrotamál fyrir EFTA dómstólnum á nýju ári, þar af sex gegn Íslandi og tvö gegn Noregi.

“Slíkar tafir eða vanræksla á að innleiða EES reglur hafa alvarlegar afleiðingar fyrir innri markaðinn”, segir Oda Helen Sletnes, forseti ESA.  

“Einn megintilgangurinn með EES samningnum er að tryggja að sambærileg samkeppnisskilyrði og reglur gildi  í atvinnulífinu. Mér þykir miður að segja að á árinu 2013 hefur ESA þurft að fara með metfjölda samningsbrotamála fyrir EFTA dómstólinn. Þetta er bæði óheppilegt og ónauðsynlegt og veikir traust til EES samningsins”, segir hún.

“ESA gerir ráð fyrir því að bæði Ísland og Noregur muni án tafar gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að niðurstöðu dóma EFTA dómstólsins. Við munum hafa náið eftirlit með því með hvaða hætti ríkin muni tryggja að þau virði skyldur sínar í framtíðinni” segir forseti ESA.

“Það er hins vegar jákvætt að íslensk stjórnvöld hafa nýlega gert nauðsynlegar lagabreytingar í einu málanna og að í fjórum málum til viðbótar liggja nú þegar lagafrumvörp fyrir Alþingi. Að sama skapi er það miður að við skulum þurfa að fara fyrir dómstólinn til að ná árangri í slíkum málum” segir hún að lokum.  

Þegar ESA fer með mál fyrir EFTA dómstólinn er það síðasta stigið í meðferð samningsbrotamáls gagnvart EFTA ríki. Ríkjunum hefur á fyrri stigum málanna verið kynnt álit ESA og þau hafa fengið tækifæri til að færa fram sín rök sem og að ljúka málunum með því að gera viðeigandi ráðstafanir innan tilskilinna fresta.

Hér er hægt að nálgast lista yfir dómana með stuttri lýsingu á hverju máli fyrir sig (á ensku)

 

Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við:

Mr. Xavier Lewis
Director, Legal & Executive Affairs
tel. (+32)(0)2 286 18 30Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS