Browse by year:


Internal Market

Innri Markaður: Ísland þarf að breyta reglum um tilkynningaskyldu í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri

12.2.2014

PR(14)05 - Icelandic version

Ísland hefur gerst brotlegt við EES samninginn með því að leggja tilkynningaskyldu á alla erlenda fjárfestingu í atvinnurekstri. 

Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem sent var til íslenskra stjórnvalda í dag.

Samkvæmt gildandi löggjöf á Íslandi ber að tilkynna hvers kyns fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi, óháð því hvers kyns atvinnurekstri fjárfest er í. Einstaklingar sem búsettir eru á Íslandi og fyrirtæki sem eru skráð á Íslandi eru hins vegar undanþegin slíkri tilkynningarskyldu. 

„Slík skilyrði um tilkynningar fyrirfram og leyfisveitingar vegna fjárfestinga hindra bæði staðfesturétt fyrirtækja og frjálsa för á  innri markaði EES-svæðisins. Íslensku reglurnar ganga lengra en nauðsyn krefur til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt“, segir Frank Büchel stjórnarmaður í ESA.

Í þessu samhengi vekur ESA athygli á að öll erlend fjárfesting frá aðilum innan EES er heimil, að undanskildri fjárfestingu erlendra aðila í sjávarútvegi. ESA telur því að umrædd tilkynningarskylda fyrir aðila innan EES-svæðisins sé of víðtæk.

Rökstudda álitið telst lokaaðvörun til Íslands. Ísland fær tvo mánuði til að gera viðeigandi ráðstafanir til að bregðast við álitinu ella getur ESA ákveðið að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Fjölmiðlafulltrúi
Sími (+32)(0)2 286 18 66
Farsími (+32)(0)492 900 187

Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS