Browse by year:


Internal Market

Matvælaöryggi: Annmarkar á eftirliti með framleiðslu alifuglakjöts á Íslandi

4.3.2014

PR(14)12 - Icelandic version

Íslensk yfirvöld þurfa að bæta opinbert eftirlit með framleiðslu alifuglakjöts til að tryggja að það samræmist EES-reglum um matvælaöryggi.

Þetta er meðal helstu niðurstaðna skýrslu sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birtir í dag. Skýrslan kemur í kjölfar úttektar sem fór fram í nóvember 2013.

Á Íslandi er til staðar opinbert eftirlit með framleiðslu alifuglakjöts og öðrum alifuglaafurðum í samræmi við EES-löggjöf. Alhliða þjálfun hefur verið veitt og gæða- og áhættustjórnunarkerfi hafa verið sett upp. Úttekt ESA leiddi engu að síður í ljós ákveðna annmarka á því opinbera eftirliti sem fram fer á Íslandi.

Eftirlit í sláturhúsum, fyrir og eftir slátrun, var á hendi starfsmanna sláturhúsa sem höfðu ófullnægjandi þjálfun til verksins og án þess að opinberir dýralæknar væru viðstaddir og sinntu eftirliti. Að auki höfðu starfsleyfi verið veitt án þess að skilyrði EES-löggjafar væru að fullu uppfyllt.

ESA tilgreindi bæði almenna og sértæka annmarka hvað varðar kjötframleiðsluna, þar á meðal eftirfarandi:

  • annmarka á hönnun og viðhaldi bygginga og búnaðar sem og verkferlum við þrif;
  • ófullnægjandi örverufræðilegt eftirlit með alifuglakjöti og öðrum alifuglaafurðum;
  • ófullnægjandi innra eftirlit matvælaframleiðenda með eigin framleiðslu.

Sumir af þeim annmörkum sem ESA tilgreindi höfðu ekki verið uppgötvaðir við opinbert eftirlit af hálfu Matvælastofnunar (MAST).

MAST hefur tekið athugasemdir sem fram komu í skýrslunni til greina og sett fram skýrt tímasetta aðgerðaráætlun til að bregðast við tilmælum ESA. Aðgerðaráætlun MAST er birt í viðauka 3 við lokaskýrslu ESA.

Lokaskýrsluna má finna hér

 

Frekari upplýsingar veitir:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. (+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187

 
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS