Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Sex málum gegn Íslandi og Noregi vísað til EFTA-dómstólsins

3.7.2014

PR(14)43 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað að vísa sex málum til EFTA-dómstólsins, fimm gegn Íslandi og einu gegn Noregi, þar sem ríkin tvö hafa vanefnt innleiða EES-gerðir í landsrétt.

„Á Íslandi sérstaklega, og raunar líka í Noregi, fjölgar málum vegna tafa eða vanrækslu á að innleiða sameiginlegar reglur  Evrópska efnahagssvæðisins. EES-samningurinn mælir fyrir um réttindi en einnig skyldur. Réttindin felast í aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins og skyldurnar í því að tryggja jafnræði og sambærilegar reglur á þeim markaði. EES-samningurinn byggist á því að EFTA-ríkin innileiði þessar sameiginlegu reglur á réttum tíma. Vinda verður ofan af öfugþróun, sem kemur fram í því að landsréttur í einstökum EFTA ríkjum er í vaxandi mæli ekki í samræmi við reglurnar á innri markaðnum.” segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA.

Málaferlin varða EES reglur, sem innleiddar hafa verið í EES samninginn, en hafa ekki tekið gildi að landsrétti innan settra tímamarka.

Þegar innleiðing hefur dregist úr hófi eins og raunin er í þessum málum, á ESA ekki annarra kosta völ en að visa málum til EFTA-dómstólsins” segir Helga.

Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki.

Ákvörðunina sem tekin var í dag ber að skoða í ljósi þeirrar þeirrar neikvæðu niðurstöðu sem  kom fram í febrúar á þessu ári þegar ESA gaf út skýrslu sína um frammistöðu EFTA-ríkjanna við innleiðingu EES-gerða í landsrétt sinn. Þar voru Ísland og Noregur með langmesta innleiðingarhalla ríkjanna 31 sem standa saman að innri markaðnum.

 

Eftirfarandi málum verður nú vísað til EFTA-dómstólsins:

 • Tilskipun 2004/113/EB, um beitingu meginreglunnar um jafna meðferð kvenna og karla að því er varðar aðgang að og afhendingu á vörum og þjónustu. 
  Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. nóvember 2012.
 • Tilskipun 2011/7/ESB um átak gegn greiðsludrætti í verslunarviðskiptum.
  Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. maí 2013.
 • Tilskipun 2009/48/EB um öryggi leikfanga.
  Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. apríl 2013.
 • Tilskipun 2009/125/EB um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur.
  Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. nóvember 2012.
 • Reglugerð 1007/ 2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara.
  Íslandi bar að innleiða reglugerðina fyrir 1. maí 2013.

 

Tengd skjöl:

 

Sé frekari upplýsinga óskað, vinsamlega hafið samband við:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. (+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187

 
Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS