Browse by year:


Internal Market

Innri Markaður: Löggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga þarfnast breytinga

9.7.2014

PR(14)47 - Icelandic version

Íslandi ber án frekari dráttar að gera ráðstafanir til að innleiða EES löggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga með fullnægjandi hætti. Þetta er niðurstaða rökstudds álits sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf út í dag.

MiFID tilskipunin (2004/39) er meginlöggjöf Evrópusambandsins um framkvæmd viðskipta með fjármálagerninga og gildir á öllu EES-svæðinu. Markmiðið með tilskipuninni er að tryggja, gegnsæ, sanngjörn og hagkvæm viðskipti á fjármálamörkuðum  og samþætta þessa markaði á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Tilskipunin gegnir jafnframt því hlutverka að styrkja vernd fyrir fjárfesta með því að setja samræmdar reglur og kröfur er lúta að háttsemi og starfsemi fjármálafyrirtækja.

Í athugun ESA á breytingum sem gerðar hafa verið á íslenskri löggjöf til að innleiða tilskipunina komu í ljós annmarkar sem lutu að notkun fastra umboðsmanna í viðskiptum með fjármálagerninga.  Jafnframt vantar ákvæði um tímafresti sem virða ber til að tryggja að upplýsingar til þar til bærra yfirvalda í öðrum EES ríkjum berist tímanlega.

Íslensk yfirvöld hafa viðurkennt annmarkana en þó ekki gert þær ráðstafanir sem þarf til að tryggja fullnægjandi innleiðingu í samræmi við kröfur tilskipunarinnar.

ESA sendi Íslandi áminningarbréf vegna þessa máls vorið 2012.  Rökstudda álitið er lokaaðvörun. Að tveimur mánuðum liðnum má gera ráð fyrir að málinu verði vísað til EFTA-dómstólsins hafi Íslandi ekki gert viðeigandi ráðstafanir til að bregðast við álitinu. 

 

Frekari upplýsingar veitir:

Ólafur  Einarsson
Framkvæmdastjóri Innra Markaðssviðs
Sími: (+32)(0)2 286 18 73

 
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS