Browse by year:


Internal Market

Innri Markaður: Ísland brotlegt við ákvæði EES-reglna um umferðaröryggi

17.7.2014

PR(14)53 - Icelandic version

Ísland verður að breyta löggjöf sinni um notkun öryggisbelta í bílum og bæta þarf tæknilegt eftirlit úti á vegum með aksturshæfni vöruflutningabifreiða. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi tvö rökstudd álit til Íslands og hvatti stjórnvöld til að gera nauðsynlegar úrbætur í samræmi við ákvæði EES-reglna um umferðaröryggi.

Fyrra rökstudda álitið varðar brot Íslands á að framfylgja tilteknum ákvæðum tilskipunar 91/671/EEC um skyldu til að nota öryggisbelti í vélknúnum ökutækjum undir 3,5 tonnum  að hámarksþyngd. Í tilskipuninni eru ákvæði um hvenær barn má sitja í framsæti og nota öryggisbelti ætlað fullorðnum. Gildandi löggjöf á Íslandi uppfyllir ekki öryggiskröfur tilskipunarinnar.

Síðara rökstudda álitið varðar brot Íslands á að framfylgja ákvæðum tilskipunar 2000/30/EC um tæknilegt eftirlit með aksturshæfni vöruflutningabifreiða úti á vegum. Á Íslandi eru tæknilegar skoðunir bifreiða á vegum úti ekki framkvæmdar reglulega eins og krafist er í tilskipuninni. Þá er skyldu til að afhenda ökumönnum skoðunarskýrslu á stöðluðu formi ekki fullnægt. Á Íslandi eru eftirlitsmönnum á vegum heldur ekki tiltæk nauðsynleg gögn við tæknilegt eftirlit, þ.e. nýleg vottorð um aksturshæfni eða nýlegar tæknilegar eftirlitskýrslur.

Íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt þá annmarka á innleiðingu og framkvæmd beggja tilskipananna sem ESA benti á í formlegu áminningarbréfi í febrúar 2014. Þau hafa tilkynnt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á innlendri löggjöf. ESA hefur þó ekki fengið upplýsingar til staðfestingar á slíkum breytingum frá íslenskum stjórnvöldum.

Útgáfa rökstudds álits er annað skrefið í formlegu samningsbrotamáli. Hafi viðkomandi ríki ekki gert viðeigandi ráðstafanir til þess að bregðast við rökstudda álitinu innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.

 

Sé frekari upplýsinga óskað, vinsamlega hafið samband við:

Mr. Andreas Kjeldsberg Pihl
Press & Information Officer
tel. (+32)(0)2 286 18 66

 
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS