Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Innleiðing Íslands á tilskipun um mat á umhverfisáhrifum þarfnast breytinga

17.7.2014

PR(14)55 - Icelandic version

Ísland hefur ekki innleitt tilskipun um mat á umhverfisáhrifum á réttan hátt. Þetta er niðurstaða rökstudds álits sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf út.

Markmiðið með tilskipuninni (2011/92/ESB) er að tryggja að umhverfisáhrif tiltekinna framkvæmda séu rannsökuð áður en þær eru leyfðar. Þrátt fyrir að hafa innleitt flest ákvæði tilskipunarinnar hefur athugun ESA leitt í ljós nokkra annmarka á íslensku löggjöfinni. Má þar nefna að framkvæmdir sem falla innan gildissviðs tilskipunarinnar eru ekki metnar í samræmi við ákvæði hennar.

Íslensk yfirvöld hafa viðurkennt annmarkana og stefna á að uppfæra löggjöfina til samræmis við tilskipunina. Ísland hefur þó ekki enn gert þær ráðstafanir sem þarf til að tryggja fullnægjandi innleiðingu í samræmi við kröfur tilskipunarinnar. ESA gaf því út rökstutt álit vegna þessa í dag.

Rökstudda álitið er lokaaðvörun. Að tveimur mánuðum liðnum má gera ráð fyrir að málinu verði vísað til EFTA-dómstólsins hafi Íslandi ekki gert viðeigandi ráðstafanir til að bregðast við álitinu. 

 

Frekari upplýsingar veitir:

Mr. Andreas Kjeldsberg Pihl
Fjölmiðlafulltrúi
tel. (+32)(0)2 286 18 66
mob. (+32)(0)492 900 187

 
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS