Browse by year:


Internal Market

Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn vegna óinnleiddrar tilskipunar um merkingar á orkutengdum vörum

15.10.2014

PR(14)65 - Icelandic version

Ísland hefur ekki sinnt þeirri skyldu að innleiða tilskipun[1] um merkingar og staðlaðar vörulýsingar á orkutengdum vörum  innan tilskilins frests en Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. júní 2013. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vísaði því málinu til EFTA-dómstólsins í dag.

Tilskipunin er hluti af víðtækri löggjöf  sem sett er til að stuðla að orkusparnaði og draga úr mengun. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja neytendum greiðan aðgang að samræmdum upplýsingum um orkunotkun raftækja og hvetja þá með því til að velja frekar orkunýtnar vörur en orkufrekar.

Innri markaðurinn í Evrópu byggist á því að sömu reglur gildi hjá öllum ríkjum innan markaðsins.  Bregðist einstök lönd þeirri skyldu sinni að innleiða samþykkta löggjöf innan tímamarka kemur það í veg fyrir að þetta grundvallarmarkmið náist. Sameiginlegar reglur eru forsenda þess að viðskipti á innri markaðnum geti verið óheft og frjáls eins og að er stefnt með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.  

Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Áður en kemur til þessa hefur Ísland verið upplýst um afstöðu stofnunarinnar og veittur kostur til að koma á framfæri röksemdum sínum sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf innan settra tímamarka

Sé frekari upplýsinga óskað, vinsamlega hafið samband við:

Mr. Xavier Lewis
Director, Department Legal and Executive Affairs
Tel: (+32)(0)2 286 18 30[1] 2010/30/ESB
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS