Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn í tveimur málum

18.12.2014

PR(14)72 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa tveimur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins. Annað málið varðar aðgerðir til að draga úr losun mengandi lofttegunda og svifryks en hitt skimun flugfarþega í öryggisskyni. Báðum málunum er það sammerkt að Ísland hefur brugðist skyldu sinni til að innleiða EES-gerðir innan tímafresta.

Í júlí þegar ESA gaf út skýrslu  um innleiðingu EFTA-ríkjanna á EES-gerðum í landsrétt sinn var frammistaða Íslands sú langlakasta í hópi 31 aðildarríkis EES. Af þeim 17 málum sem ESA hefur vísað til EFTA-dómstólsins á þessu ári voru 13 gegn Íslandi og þessi tvö mál bætast nú við. Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Áður en til þess kemur hefur Íslandi verið veittur kostur á að koma á framfæri röksemdum sínum og skýringum sem og að ljúka málinu með því að innleiða löggjöfina með viðeigandi hætti.

Málin sem verður vísað til EFTA-dómstólsins eru eftirfarandi:

Tilskipun um losun mengandi lofttegunda og svifryks
Ísland hefur ekki gert viðeigandi ráðstafanir til að innleiða tilskipun 2010/26/ESB um aðgerðir gegn losun mengandi lofttegunda og svifryks frá brunahreyflum færanlegra véla, t.a.m. dráttarvéla. Tilskipunin er hluti af stærra regluverki ætlað að vernda heilsu manna og umhverfi. Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 4 maí 2013.

Reglur varðandi skimun farþega og annarra einstaklinga
Ísland hefur ekki innleitt reglugerð (ESB) nr. 104/2013 varðandi skimun farþega og annarra einstaklinga með snefilgreiningartæki fyrir sprengiefni (ETD) ásamt því að nota handmálmleitartæki (HHMD). Íslandi bar að innleiða reglugerðina fyrir 9 nóvember 2013.

 

Tengd skjöl:

 

Sé frekari upplýsinga óskað, vinsamlega hafið samband við:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. (+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187

 
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS