Browse by year:


Internal Market

Fæðuöryggi: Eftirlitsstofnun EFTA bregst við ófullnægjandi samvinnu af Íslands hálfu

5.3.2015

PR(15)07 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf í gær út rökstutt álit vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki virt þá skyldu sína að veita umbeðnar upplýsingar í tveimur málum er varða fæðuöryggi og dýraheilbrigði. Þetta er í fyrsta sinn sem ESA hefur þurft að senda frá sér slíkt álit vegna skorts á samvinnu af hálfu EFTA-ríkis.

Árlega eru sameiginlegir fundir ESA og íslenskra stjórnvalda til þess að fara yfir stöðu EES mála.  Slíkur fundur var síðast í maí 2014.  Fyrir fundinn hafði Ísland ekki svarað beiðnum um upplýsingar í þeim tveimur málum sem álitið fjallar um.  Beiðni um upplýsingar var áréttuð skriflega í kjölfar fundarins en svör bárust ekki.  ESA var því knúið til að senda íslenskum stjórnvöldum formlegt áminningarbréf í desember í fyrra.

Fyrra málið varðar þau ferli sem Ísland þarf að tryggja til að EES-gerðir með ,,einfölduðu ferli” séu innleiddar tímanlega í landsrétt. Slíkar gerðir varða oft fæðuöryggi og dýrasjúkdóma þar sem brýnt er að öll ríki á Evrópska efnahagssvæðinu grípi til ráðstafana hratt og örugglega því landamæragæsla er ekki milli ríkja. Beiðni ESA til íslenskra stjórnvalda lýtur að því að útskýra til hvaða ráðstafana verður gripið á Íslandi til að koma í veg fyrir þær tafir sem verið hafa á innleiðingu slíkra gerða.  

Seinna málið varðar skyldu ríkja á EES svæðinu til að tilnefna rannsóknarstofur til vísindalegrar ráðgjafar og stuðnings innlendum yfirvöldum, sem hafa eftirlit með dýrasjúkdómum og fæðuöryggi. Á sviði fæðuöryggis þar sem Ísland hefur ekki tilnefnt rannsóknarstofur var beðið um upplýsingar um áform og tímasetningar af Íslands hálfu.

Rökstutt álit er annað skref í meðferð samningsbrotamáls. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.

Frekar upplýsingar veitir:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
tel. (+32)(0)2 286 18 66
mob. (+32)(0)492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS