Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Ísland hefur ekki enn innleitt tilskipun sem greiðir fyrir sjóflutningum þrátt fyrir dóm EFTA dómstólsins

12.10.2016

PR(16)45 – Icelandic version

EN    |  IS

Ísland hefur ekki farið að niðurstöðu EFTA dómstólsins og á enn eftir að innleiða tilskipun um skýrslugjöf varðandi sjóflutninga. Þetta er niðurstaða rökstudds álits sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi frá sér í dag.

Tilskipun 2010/65 er ætlað að greiða fyrir sjóflutningum með því að einfalda og samræma formsatriði við skýrslugjöf skipafélaga. Íslandi bar að innleiða tilskipunina í maí 2014. 

Þar sem Ísland hafði ekki innleitt tilskipunina innan tímamarka og hvorki brugðist við áminningarbréfi né rökstuddu áliti vísaði ESA málinu til EFTA dómstólsins í júní 2015.  Í desember það ár komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði brotið gegn EES-samningnum með því að innleiða ekki tilskipunina innan tímamarka og að Íslandi bæri að ljúka innleiðingunni.

Þrátt fyrir dóminn hefur Ísland ekki enn innleitt tilskipunina. Með rökstuddu áliti er stjórnvöldum veitt lokatækifæri til þess. Bregðist Ísland ekki við innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu aftur til EFTA-dómstólsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Ásdís Ólafsdóttir
Upplýsingafulltrúi
Sími. +32 2 286 18 97
Farsími. +32 490 57 63 49
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS