Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Íslendingar eiga að hafa greiðan aðgang að úrlausnum deilna í neytendamálum

24.10.2018

PR(18)30 – Icelandic version

EN | IS

Ísland hefur ekki innleitt EES tilskipun og tvær reglurgerðir sem varða valkvæða ferla á úrlausnum á deilum í neytendamálum. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur því ákveðið að vísa málinu til EFTA dómstólsins.

„Þessar breytingar bjóða upp á aukin tækifæri fyrir neytendur til þess að tryggja að réttur þeirra sé virtur. Þetta er mikilvægur hluti af EES samningnum og Ísland ætti ekki að draga  innleiðingu á málum sem vernda neytendur,“ segir Högni S. Kristjánsson, stjórnarmaður ESA.

Tilskipun 2013/11/EES bætir aðgengi neytenda að úrlausnum í viðskiptadeilum og gefur neytendum kost á því að leysa úr deilumálum án þess að fara með málin fyrir dómstóla. Í málum þar sem neytandi og söluaðili eiga í deilum, og neytandi óskar eftir endugreiðslu eða viðgerð á vöru, gera þessi úrræði neytendanum kleift að fá úrlausn sinna mála á einfaldan, hraðan og hagkvæman hátt.

Reglugerðir 524/2013 og 2015/1051 snúa að gerð og innleiðingu á rafrænum vettvangi til lausnar á deilumálum á netinu ( sjá nánar hér: Online Dispute Resolution). Um er að ræða sameiginlegt og notendavænt vefviðmót sem er ætlað fyrir allt Evrópska efnhagssvæðið. Það samræmir aðgengi neytenda að úrlausnum í deilumálum í viðskiptum á innri markaðnum.

Þegar ESA vísar málum til EFTA dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. ESA og íslensk stjórnvöld hafa rætt málið á ýmsum stigum. Í málsmeðferðinni hefur Íslandi verið gefinn kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri sem og að ljúka málinu með því að innleiða tilskipunina innan gildandi tímamarka.

Nánari upplýsingar veitir:

Ásta Sigrún Magnúsdóttir
Upplýsingafulltrúi
Sími: +32 2 286 18 78
Farsími: +32 490 57 63 59
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS