Browse by year:


Internal Market

Matvælaöryggi: Ísland stendur sig vel í vöktun á sýklalyfjaþoli baktería, en hefur svigrúm til úrbóta

5.12.2018

PR(18)31 – Icelandic version

EN | IS

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur framkvæmt úttekt á vöktun og söfnun upplýsinga varðandi sýklalyfjaþol baktería í dýrum og landbúnaðarafurðum á Íslandi. ESA setur fram tilmæli um hvernig styrkja má enn frekar eftirlit með sýklalyfjaþoli.

Um er að ræða vöktun á vissum bakteríum sem geta valdið sjúkdómum sem berast milli manna og dýra (súnur) og einnig gistilífsbakteríur. Úttekt ESA leiddi í ljós að íslensk stjórnvöld vakta sýklalyfjaþol baktería með reglubundnum hætti samkvæmt skráðu verklagi og að opinberar rannsóknarstofur starfa á fullnægjandi hátt.

Þörf er á frekari umbótum til þess að tryggja markvissa framkvæmd á vöktunaráætlun vegna þols baktería á sýklalyfjum. Þetta á sérstaklega við um vöktun á ESBL myndandi E.coli bakteríum en einnig hvernig staðið er að sýnatöku.

ESA vakti einnig athygli á á jákvæðum þáttum, meðal annars að í sumum tilfellum gengur vöktun eftirlitsaðila á Íslandi lengra en EES reglur krefjast.

Í skýrslu ESA má finna tilmæli til íslenskra stjórnvalda sem miða að því að bæta úr þeim anmörkum sem fundust og bæta vöktunarkerfið. Skýrsluna má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir:

Øystein Solvang
Samskiptastjóri
Sími: +32 2 286 18 66
Farsími: +32 490 57 63 53
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS