Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Íslenskum stjórnvöldum er heimilt að setja viðbótartryggingar vegna salmonellu

16.1.2019

PR(19)01 – Icelandic version

EN | IS

ESA: Íslensk stjórnvöld hafa nú heimild til þess að setja viðbótartryggingar vegna salmonellu í kjúklingakjöti, hænueggjum og í kalkúnakjöti.

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur í dag heimilað þessar sérstöku viðbótartryggingar í tilviki Íslands. Þær krefjast þess að tilteknum matvælum fylgi vottorð sem byggi á sérstökum salmonella rannsóknum á viðkomandi vöru áður en hún er flutt til landsins frá öðrum EES löndum.

Þegar tíðni salmonellu er mjög lág og í gildi er fullnægjandi landsáætlun um varnir og viðbrögð við henni er gert ráð fyrir að ESA geti heimilað stjórnvöldum að setja slíkar viðbótartryggingar. Reglur um viðbótartryggingar vegna salmonellu er að finna í reglugerð (EC) Nr 853/2004, sem er hluti af EES samningnum. Hún heimilar setningu viðbótartrygginga af þessu tagi þegar kemur að innflutningi á tilteknum vörum til Finnlands, Svíþjóðar og Noregs. Íslensk stjórnvöld geta nú einnig nýtt þessar sérstöku reglur þegar kemur að innflutningi á kjúklingakjöti, hænueggjum og kalkúnakjöti.

Sjá ákvörðun ESA hér.

Nánari upplýsingar veitir:

Øystein Solvang
Samskiptastjóri
Sími: +32 2 286 18 66
Farsími: +32 490 57 63 53
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS