Browse by year:


Internal Market

ESA: Ísland verður að bæta eftirlit með skelfiski

3.7.2019

PR(19)21 – Icelandic version 

EN | IS

Niðurstaða ESA er að opinbert eftirlit á Íslandi varðandi eldisfisk er fullnægandi, en Ísland verður að bæta eftirlit með ræktun á skelfiski.

Þetta kemur fram í niðurstöðu skýrslu Eftirlitsstofnunnar EFTA (ESA) vegna úttektar sem fór fram á Íslandi í mars.

Þrátt fyrir að eftirlit með heilbrigði eldisfisks sé gott þá var eftirlit með skelfiski og rannsóknir á afurðum þeirra ekki nægjanlegar og ekki í samræmi við EES löggjöf. Til þess að bregðast við þessu hefur Ísland, að beiðni ESA, þegar innleitt úrbótaáætlun varðandi bætt eftirlit með ræktun á skelfiski. Einnig hefur Ísland lagt fram áætlanir um úrbætur varðandi opinbert eftirlit við framleiðslu á eldisfiski.

Skýrsla í fullri lengd og samantekt má lesa hér.

Nánari upplýsingar veitir:

Øystein Solvang
Samskiptastjóri
tel. +32 2 286 18 66
mob. +32 490 57 63 53
Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS