Browse by year:


Internal Market

ESA: Ísland þarf að tilnefna tilvísunarrannsóknastofur

25.9.2019

PR(19)17 - Icelandic version

EN | IS

Ísland fullnægir ekki skuldbindingum EES samningsins með því að hafa ekki tilnefnt tilvísunarrannsóknastofur varðandi dýrafóður og matvæli í þremur flokkum.

Hlutverk þessara tilvísunarrannsóknastofa er að samræma verkefni opinberra rannsóknarstofa sem snúa að greiningu á sýnum, til dæmis greiningaraðferðum.

Ísland þarf að tilnefna tilvísunarrannsóknarstofur vegna aukaefna til notkunar í fóðri, efna sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli og varðandi leifar dýralyfja og aðskotaefna í matvælum úr dýraríkinu (í þrem undirflokkum).

Þetta er niðurstaða rökstudds álits Eftirlitsstofnunnar EFTA (ESA) sem birt var í dag.

Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Gunnar Hörður Garðarsson
Upplýsingafulltrúi
mob. +32 490 57 63 38

Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS