Browse by year:


Internal Market

Ísland þarf að bæta eftirlit með kjöt- og mjólkurframleiðslu

28.1.2020

PR(20)01 - Icelandic version

EN | IS


ESA hefur birt skýrslu sem kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland þurfi að bæta opinbert eftirlit til þess að tryggja að kjöt- og mjólkurframleiðsla fylgi kröfum um hollustuhætti.

Bæta þarf meðal annars þjálfun dýralækna sem starfa tímabundið við eftirlit í sláturhúsum og eftirlit með að kröfum um hollustuhætti sé fylgt í matvælafyrirtækjum.

EES-kröfur
ESA lagði mat á opinbert eftirlitskerfi með framleiðslu á kjöti og mjólk á Íslandi í október 2019. Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að opinbert eftirlit Matvælastofnunar (MAST) sé ekki í fullu samræmi við kröfur EES.

Aðgerðaáætlun
Eftir úttekt ESA, tilkynnti MAST ESA um tafarlausar aðgerðir sem gripið var til sem viðbrögð við niðurstöðunum. Að auki lagði MAST fram aðgerðaáætlun þar sem fram kemur hvernig áætlað er að bregðast við ráðleggingum ESA.

Skýrsluna og samantekt má lesa hér.


Nánari upplýsingar veitir:

Øystein Solvang
Upplýsingafulltrúi
tel. +32 2 286 18 66
mob. +32 490 57 63 53
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS