Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Eftirlit með landflutningum á hættulegum farmi uppfyllir ekki skilyrði EES

16.9.2015

PR(15)42 - Icelandic version

EN | IS

Íslensk lög og stjórnsýsluframkvæmd varðandi eftirlit með flutningi á hættulegum farmi eru ekki í samræmi við EES kröfur. Þetta er niðurstaða rökstudds álits sem Eftirlitsstofnun EFTA sendi frá sér í dag.

Í EES löggjöf eru reglur um hvernig eftirliti skuli háttað til að tryggja örugga landflutninga á hættulegum farmi, svo sem eldfimum,sprengifimum eða eitruðum efnum sem eru til dæmis notuð í landbúnaði og stóriðju. Reglurnar lúta að verklagi við eftirlit með farmi bíla, ásamt nákvæmri lýsingu á því að hverju yfirvöld skuli leita.

Núgildandi regluverk fullnægir ekki öryggiskröfum sem gerðar eru á Evrópska efnahagssvæðinu og úrbóta er þörf til að tryggja framkvæmd á Íslandi.

Eftirlitsstofnun EFTA hefur einnig ítrekað mikilvægi þess að ákveðið hlutfall bíla sem flytja hættulegan farm undirgangist eftirlit. Íslensk yfirvöld hafa gert vissar úrbætur í þeim efnum, en þær duga þó ekki til að Ísland uppfylli kröfurnar.

Rökstutt álit er annað skref í meðferð samningsbrotamáls. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Mr. Andreas Kjeldsberg Pihl
Press & Information Officer
tel. (+32)(0)2 286 18 66
mob. (+32)(0)492 900 187

 
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS