Browse by year:


Internal Market

Stefnt fyrir EFTA dómstólinn: Eftirliti með öryggi á vegum á Íslandi áfátt

27.4.2016

PR(16)15 – Icelandic version

EN | IS

Hvorki íslensk lög né stjórnsýsluframkvæmd varðandi eftirlit með flutningi á hættulegum farmi og tæknilegt eftirlit á vegum með aksturshæfni vöruflutningabifreiða standast EES kröfur.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað því í dag að vísa tveimur málum gegn Íslandi til EFTA dómstólsins, annars vegar fyrir ranga innleiðingu á tilskipun 95/50/EC um samræmt eftirlit með flutningi á hættulegum farmi á vegum, og hins vegar tilskipun 2000/30/EB um tæknilegt eftirlit á vegum með aksturshæfni vöruflutningabifreiða.

 Eftirlit með flutningi á hættulegum farmi

 Tilskipun 95/50/EC er um eftirlit  til að tryggja örugga landflutninga á hættulegum farmi, svo sem eldfimum,sprengifimum eða eitruðum efnum sem eru til dæmis notuð í landbúnaði og stóriðju.  Reglurnar lúta að verklagi við eftirlit með farmi bíla og lýsa því að hverju yfirvöld skuli leita. Gildandi reglur  fullnægja ekki öryggiskröfum á Evrópska efnahagssvæðinu.

 Tæknilegt eftirlit á vegum með vöruflutningabifreiðum

 Tilskipun 2000/30/EC kveður á um tæknilegt eftirlit með vöruflutningabifreiðum á vegum úti til að bæta öryggi, vernda umhverfið og tryggja að kröfum um reglulega skoðun með aksturshæfni vörflutningabifreiða sé fylgt.

 Tæknilegt eftirlit á vegum á Íslandi uppfyllir ekki skilyrði tilskipunarinnar. Þau atriði sem ber að skoða samkvæmt íslenskum lögum taka heldur ekki til alls þess sem krafist er í tilskipuninni. Þá er skyldu til að afhenda ökumönnum skoðunarskýrslu á stöðluðu formi ekki fullnægt. 

 Íslandi hefur ítrekað verið gefinn kostur á úrbótum og að koma röksemdum sínum á framfæri. Ísland hefur þó ekki innleitt tilskipanirnar á fullnægjandi hátt og verður málinu nú vísað til EFTA dómstólsins. Það er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki.


 Nánari upplýsingar veitir:

 Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. +32 2 286 18 66
Farsími. +32 492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS