Browse by year:


Internal Market

Innri Markaður: Tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða fer fyrir dóm.

13.12.2017

PR(17)36 - Icelandic version

EN | IS 

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa máli gegn Íslandi til EFTA dómstólsins þar sem Ísland hefur ekki innleitt EES löggjöf um rekstraraðila sérhæfðra sjóða innan tilskilinna tímamarka.

„Tilkoma stöðugs og skilvirks innri fjármálamarkaðar veltur á því að allir markaðsaðilar fylgi sameiginlegum reglum og eftirliti,segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður ESA. 

„Tilkoma-stodugs-og-skilvirks-innri-fjarmalamarkadar-veltur-a-thvi-ad-allir-markadsadilar-fylgi-sameiginlegum-reglum-og-eftirliti“--1-Tilskipun 2011/61/EU,  og löggjöf sem byggð er á henni, kom á fót lagaramma um heimild og eftirlit með sérhæfðum sjóðum, sem innihalda m.a. vogunarsjóði og einkafjáfestingar. Löggjöfinni var komið á sem svar við fjármálakreppunni. Markmiðið er að skapa skýrt eftirlit til þess að tryggja alhliða og skilvirkt fjármálaumhverfi fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða.  Tilskipunina átti að innleiða inn í íslenska löggjöf fyrir 1. október 2016.

Þegar ESA vísar málum til EFTA dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. Íslandi hefur áður verið veittur kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf innan gefinna tímamarka.Nánari upplýsingar veitir:

Anne Vestbakke
Samskiptastjóri
Sími: +32 2 286 18 66
Farsími: +32 490 57 63 53

 

 

 

 
Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS