Browse by year:


Other

Ársskýrsla Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir árið 2011 birt á íslensku

22.3.2012

PR(12)16 – Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birtir nú í fyrsta sinn ársskýrslu sína á tungumálum allra EFTA-ríkjann innan EES. Ársskýrslan er því fáanleg á íslensku, norsku og þýsku auk ensku, en hingað til hefur hefur eina heildarútgáfan verið á ensku. 

Hægt er að nálgast allar útgáfurnar á heimasíðu ESA, en auk þess er hún fáanleg á vef ESA sem rafbók á iBook sniði. 

„Það er von okkar að þýðingar á ársskýrslunni muni gera ákvörðunarferli ESA aðgengilegra almenningi í EFTA-ríkjunum innan EES,“ segir Oda Helen Sletnes, forseti ESA. 

Á síðasta ári tókst ESA á við mörg flókin mál sem vörðuðu brot á reglum innri markaðarins og á sviði ríkisaðstoðar. Á sviði samkeppnismála var lögð á sekt að  umtalsvert hárri fjárhæð vegna brota á samkeppnisreglum EES-samningsins.

Allmörgum af ákvörðunum ESA var vísað til EFTA-dómstólsins, en aldrei hafa fleiri mál verið tekin til meðferðar hjá dómstólnum en á árinu 2011, eða 19 talsins.  

Áhersla var lögð á að ljúka eldri málum á árinu, sem leiddi til fækkunar eldri mála til meðferðar og styttri málsmeðferðartíma kvörtunarmála. Við árslok var 501 mál til meðferðar hjá ESA.

„ESA mun áfram leggja metnað í að sinna skyldum sínum samkvæmt EES-samingnum og væntir þess að árið 2012 verði krefjandi fyrir evrópskt samstarf. Sameiginlegir hagsmunir okkar liggja í að viðhalda öflugu og virku eftirliti í þágu evrópsks samstarfs,“ segir Oda Helen Sletnes.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Trygve Mellvang-Berg
Upplýsingafulltrúi
sími: +32 2 286 18 66
farsími: +32 492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS