Browse by year:


Other

Eftirlitsstofnun EFTA setur á stofn nýjan gagnagrunn

11.4.2013

PR(13)32 - Icelandic version

Í dag hleypti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) af stokkunum gagnagrunni yfir gögn sem aðgengileg eru almenningi. Nú er mögulegt að finna á auðveldan og fljótlegan hátt þau gögn sem ESA hefur veitt almennan aðgang að.

Með gagnagrunninum eykur ESA aðgengi og gagnsæi í starfsemi sinni. Með gagnagrunninum getur hver sem er nálgast þau gögn sem ESA hefur veitt almenningi aðgang að samkvæmt Reglum um almennan aðgang að gögnum. Gagnagrunnurinn er aðgengilegur öllum án endurgjalds á heimasíðu ESA:

http://www.eftasurv.int/press--publications/public-documents

Þegar veittur er almennur aðgangur að gögnum verður skjalið gert aðgengilegt í gagnagrunninum og umsækjanda um aðgang tilkynnt um birtinguna. Þegar skjalið hefur verið fært í gagnagrunninn er það aðgengilegt umsækjandanum sem og almenningi.

Til að stuðla að auknu aðgengi og gagnsæi hefur fjöldi gagna sem almenningi hefur verið veittur aðgangur að seinustu árin einnig verið gerð aðgengileg í gegnum gagnagrunninn.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Trygve Mellvang-Berg 
Upplýsingafulltrúi 
Sími. (+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187
Other EEA Institutions


Want to help us improve our website?

We are in the process of designing a new website and need your help!

We kindly ask you to participate in a short exercise which will help us improve your experience of the ESA website.

imgbanner3
This website is built with Eplica CMS