Browse by year:


Other

Eftirlitsstofnun EFTA gefur út ársskýrslu fyrir árið 2012

12.4.2013

PR(13)33 - Icelandic version

Árið 2012 var árángursríkt ár fyrir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Tuttugu árum eftir undirskrift EES-samningins hélt hann áfram að vinna í hag aðildarríkjanna.

ESA sér til þess, fyrir hönd allra 30 aðildarríkjanna, að EFTA-ríkin þrjú Ísland, Liechtenstein og Noregur virði skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum.

Góður árangur af samstarfinu næst ekki nema með stöðugri athygli og jákvæðri viðleitni til að tryggja að sömu leikreglur gildi á öllu EES svæðinu. Innri markaðurinn verður að vera raunverulega til staðar, ekki einungis á pappír,” segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.

Meðal mikilvægra málefna fyrir ESA á árinu 2012 má nefna enduruppbyggingu íslensku bankanna og aðstoð til umhverfismála í Noregi auk nokkurra stórra samkeppnismála.

15 mál varðandi margvísleg málefni rötuðu fyrir EFTA-dómstólinn á árinu. Meðal þeirra mála sem hafa hlotið mikla athygli eru mál varðandi ólögmæta ríkisaðstoð til strandsiglinga Hurtigruten í Noregi og munnlegur málflutningur í Icesave málinu.

Tímanleg innleiðing nýrra EES tilskipana í landsrétt er nauðsynleg fyrir þátttöku EFTA-ríkjanna í innri markaðinum. Líkt og fyrri ár setti ESA eftirlit með slíkum málum í forgang árið 2012.

Stjórnvöld EFTA-ríkjanna verða að tryggja árangursríka framkvæmd skuldbindinga sinna samkvæmt EES samningnum og hafa meiri virðingu fyrir tímamörkum,” segir forsetinn.

Upplýsingar varðandi margar af þeim ákvörðunum sem ESA tók árið 2012 er að finna í ársskýrslunni sem gefin er út í dag.

Útgáfa af skýrslunni er aðgengileg til niðurhals á ensku, þýsku, íslensku og norsku á vefsíðu Stofnunarinnar. Til að óska eftir prentuðu eintaki vinsamlegast sendið tölvupóst til registry@eftasurv.int.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Trygve Mellvang-Berg 
Upplýsingafulltrúi 
Sími. (+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS