Browse by year:


Other

Ný stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA tilnefnd frá 1. janúar 2014

20.12.2013

PR(13)96 - Icelandic version

Ríkisstjórnir EFTA-landanna þriggja, Íslands, Noregs og Liechtenstein hafa tilnefnt nýja stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2017.

Oda Helen Sletnes, frá Noregi, verður áfram forseti stofnunarinnar. Nýir fulltrúar í stjórn eru Helga Jónsdóttir, sem tilnefnd er af íslenskum stjórnvöldum og Frank Büchel, tilnefndur af stjórnvöldum í Liechtenstein.

Helga Jónsdóttir er lögfræðingur hefur víðtæka reynslu úr opinberri stjórnsýslu á Íslandi. Frank Büchel, sem einnig er lögfræðingur, hefur einnig mikla starfsreynslu bæði á vettvangi opinberrar stjórnsýslu og úr einkageiranum.

Oda Helen Sletnes hefur verið forseti Eftirlitsstofnunar EFTA frá 1. júlí 2011.
Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS