Browse by year:


Other

Áréttun frá Eftirlitsstofnun EFTA vegna umræðu um eignir í skattaskjólum

12.4.2016

Í umræðu um mögulegar aðgerðir til að koma í veg fyrir að eignir séu vistaðar í skattaskjólum hefur þess misskilnings gætt að slíkt stangist á við EES-samninginn.  Af því tilefni vill Eftirlitsstofnun EFTA árétta að EES-samningurinn útilokar ekki að sett verði lög sem banna vistun eigna á lágskattasvæðum utan EES-svæðisins.  Grunnreglan um frjálsa fjármagnsflutninga er sú að ekki séu takmarkanir á flutningi fjármagns milli ríkja sem eiga aðild að EES-samningnum. Ákvæði EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga gilda ekki um önnur ríki. 
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS