Browse by year:


Other

ESA dagurinn á Íslandi

29.5.2017

Eftirlitsstofnun EFTA boðar til ESA-dags í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu fyrir hádegi þriðjudaginn 6. júní n.k.  Markmið fundarins er að fjalla um þróun mála á vettvangi Evrópuréttar og veita innsýn í mál sem eru ofarlega á baugi hjá stofnuninni og/eða EFTA-dómstólnum.  Jafnframt verður í stuttu máli fjallað um úrræði að EES-rétti s.s. kvartanir,  meðferð þeirra og tímaramma, og samskipti lögmanna f.h. umbjóðenda sinna við ESA.

ESAisl

Fyrirlesarar verða Gunnar Þór Pétursson, framkvæmdastjóri innri markaðssviðs, Gjermund Mathiesen, framkvæmdastjóri samkeppnis- og ríkisstyrkjasviðs og Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir af lögfræðisviði. 

Megintungumál fundarins verður íslenska en Gjermund Mathiesen flytur sitt mál á ensku. 

Vonast er eftir spurningum og fjörugum skoðanaskiptum.  

Þess er vinsamlegast óskað að þátttakendur skrái sig á netfangið ama@eftasurv.int eigi síðar en föstudaginn 2. júní  n.k.  Boðið verður upp á morgunkaffi í upphafi fundar.

 
Dagskrá:
8.30                     Morgunmatur og skráning
9.00                     Setning. Helga Jónsdóttir í stjórn ESA
9.10                     Innri markaður.  Gunnar Þór Pétursson
9.50                     Samkeppni og ríkisstyrkir.  Gjermund Mathiesen
10.20                   Kvartanir og erindi til ESA.  Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir
10.40                   Umræður og fyrirspurnir
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS