Browse by year:


Other

ESA birtir uppfært frammistöðumat innri markaðar

6.7.2017

PR(17)- – Icelandic version

EN  |  NO  |  IS  |  DE 

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur uppfært frammistöðumat á innleiðingu tilskipana og reglugerða á Evrópska efnahagssvæðinu. Frammistöðumatið sýnir hvernig stjórnvöldum á Íslandi, Liechtenstein og Noregi gengur að innleiða tilskipanir og reglugerðir innri markaðarins á réttum tíma. Í matinu má sjá frammistöðu ríkjanna samanborið við hin 29 EES-ríkin.

Meginniðurstaða frammistöðumatsins er sú að Noregur, ásamt einu ríki Evrópusambandsins, er með lægsta innleiðingahallan af öllum EES-ríkjunum. Framfarir hjá Liechtenstein verða til þess að ríkið er meðal þeirra tíu ríkja sem standa sig best. Ísland stendur sig aftur einna verst meðal EES-ríkjanna.

Scoreboard-39---GRAPH---EFTA-States-transposition-deficit-over-past-5-year

Innleiðingarhalli EFTA – ríkjanna síðustu 5 ár.Innleiðingarhallinn eins og hann var 30. nóvember 2016 fyrir tilskipanir sem hefðu átt að vera innleiddar fyrir þann tíma.

Í frammistöðumatinu má sjá að Noregur heldur áfram að standa sig vel og aðeins bíða þrjár tilskipanir þess að vera innleiddar að fullu. Fyrir vikið er innleiðingarhalli Noregs aðeins 0,4%. Frammistaða Liechtenstein heldur áfram að batna og aðeins eru sjö tilskipanir sem bíða innleiðingar. Innleiðingarhallinn er 0,9 %.

Hins vegar hrakar frammistöðu Íslands og eru átján tilskipanir sem bíða innleiðingar. Það þýðir að innleiðingarhallinn eykst og er nú 2,2 prósent. Það er vel yfir meðaltali aðildarríkja Evrópusambandsins sem er 1,5 %.

Innleiðingarhallinn tekur aðeins til þeirra gerða sem EFTA-ríkin hafa skuldbundið sig til að innleiða á grundvelli EES-samningsins. Tilgangurinn með frammistöðumatinu er að fylgjast með því að aðildarríkin standi við þær skuldbindingar sínar og tryggi þar með fullan ávinning af EES-samningum fyrir alla hagsmunaaðila.  Tímanleg innleiðing sameiginlegra reglna er forsenda þess að hægt sé að tryggja jafnræði á innri markaðnum og öll EES ríkin eru skuldbundin til að virða tímamörk í því efni.


Hér má finna frammistöðumatið
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS