Browse by year:


Other

Ný stjórn ESA skipuð frá áramótum

25.10.2017

PR(17)32 - Icelandic version

EN | NO | IS | DE

EFTA ríkin hafa skipað nýja stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem tekur til starfa 1. janúar 2018. Stjórnina munu skipa Högni S. Kristjánsson, Frank J. Büchel og Bente Angell-Hansen, sem jafnframt verður forseti ESA.

Högni er tilnefndur af hálfu Íslands til fjögurra ára. Hann kemur til ESA frá Genf, þar sem hann hefur starfað sem fastafulltrúi Íslands gagnvart skrifstofum Sameinuðu þjóðanna, EFTA og Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Áður var hann skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hann tekur við af Helgu Jónsdóttur sem hefur verið stjórnarmaður hjá ESA frá upphafi árs 2014.

„Ég býð Högna velkominn og óska honum velfarnaðar í ábyrgðarmiklu starfi. ESA hefur mikilvægu hlutverki að gegna í að tryggja að EFTA ríkin njóti ávinningsins sem fylgir aðild þeirra að Evrópska efnahagssvæðinu,“ segir Helga.

IMG_0356

Bente Angell-Hansen hefur verið skipuð sem stjórnarmaður til ársins 2021, og sem forseti ESA til tveggja ára frá áramótum. Hún tekur við af Sven Erik Svedman sem forseti og stjórnarmaður, og er tilnefnd af hálfu Noregs. Bente er sendiherra Noregs í Austurríki og fastafulltrúi gagnvart skrifstofum Sameinuðu þjóðanna í Austurríki.

Frank J. Büchel, sem hefur átt sæti í stjórn ESA frá ársbyrjun 2014 var endurskipaður til til fjögurra ára samkvæmt tilnefningu Liechtenstein.

ESA er stýrt af þriggja mann stjórn (College). Þótt stjórnarmennirnir séu tilnefndir af aðildarríkjunum eru í EES samningum skýr ákvæði um sjálfstæði þeirra í störfum og að þeir séu óháðir pólítískri leiðsögn.


Nánari upplýsingar veitir:

Anne Vestbakke
Samskiptastjóri
Sími: +32 2 286 18 66
Farsími: +32 490 57 63 53

Mynd: Högni S. Kristjánsson (V), Bente Angell-Hansen, Frank Büchel (H)
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS