Browse by year:


State Aid

ESA: Niðurstaða gerðardóms Landsvirkjunar og Elkem Ísland ehf um orkuverð er ekki ríkisaðstoð

10.9.2019

PR(19)25 - Icelandic version

EN | IS

ESA komst að þeirri niðurstöðu í dag að orkuverðið sem Elkem Ísland greiðir til Landsvirkjunar og gerðadómur hafði komist að niðurstöðu um, sé ekki ríkisaðstoð.

Í júlí tilkynnti Ísland ESA um niðurstöðu gerðardóms vegna raforkusamnings Landsvirkjunar og Elkem. Samkvæmt reglum um ríkisaðstoð mega auðlindir í eigu ríkisins ekki skekkja samkeppni með því að gefa ákveðnum fyrirtækjum forskot.

ESA hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að verðið sem gerðardómurinn ákvað hafi ekki veitt Elkem slíkt forskot. Orkuverðið var ákvarðað af óháðum gerðardómi skipaðum sérfræðingum sem byggðu ákvörðunina á skýrum og hlutlægum breytum sem endurspegluðu markaðsskilmála.

Bakgrunnsupplýsingar:

  • Árið 1975 gerðu Landsvirkjun og Elkem langtímaorkusamning.
  • Árið 2007 sameinuðust samningsaðilar um að heimilt væri að vísa ágreiningi um orkuverð í framlengdum samning til gerðardóms.
  • Árið 2017 var ákvæði samningsins um skipun gerðardóms virkjað af hálfu Elkem.
  • Hinn 16. maí 2019 komst gerðardómur að niðurstöðu um verð fyrir þá orku sem Landsvirkjun mun selja til Elkem. Hið nýja orkuverð tók gildi 1 apríl 2019.

Ákvörðunin verður birt í Ríkisaðstoðarskrá ESA um leið og trúnaðarupplýsingar hafa verið fjarlægðar úr ákvörðuninni. Venjulega á slík birting sér stað innan mánaðar.

Nánari upplýsingar veitir:

Gunnar Hörður Garðarsson
Upplýsingafulltrúi
mob. +32 490 57 63 38
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS