Browse by year:


State Aid

Íslenska Gámafélagið hlaut ekki ríkisaðstoð í Gufunesi

26.4.2017

PR(17)14 – Icelandic version

EN | IS 

Leigusamningur Reykjavíkurborgar við Íslenska Gámafélagið á landi og fasteignum á Gufunessvæðinu var gerður á markaðskjörum.

Íslenska Gámafélagið hafði ekki efnahagslegan ávinning af leigusamningum og þar af leiðandi veitti Reykjavíkurborg ekki ríkisaðstoð þegar samningurinn var gerður um Gufunes,“ segir Sven Erik Svedman, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), í dag þegar ESA lauk rannsókn á málinu.

Reykjavik

Árið 2015 hóf ESA rannsókn á því hvort um ríkisaðstoð fælist í samningnum eftir að kvörtun barst stofnuninni. Reykjavíkurborg eignast fasteignirnar árið 2002 og árið 2005 var gerður leigusamningur, án útboðs, við Íslenska Gámafélagið. Samningurinn fól í sér leigu, hreinsun og umsjón í Gufunesi sem og stuttan uppsagnarfrest. Samningurinn var framlengdur þrisvar sinnum og í maí 2016 var samningnum sagt upp. Borgin seldi í kjölfarið umræddar eignir á Gufunessvæðinu til kvikmyndavers.

Rannsókn ESA fólst í að meta hvort einkaaðili hefði gert samning á sömu markaðsforsendum og Reykjavíkurborg gerði. ESA skoðaði meðal annars samning um svipaða fasteign borgarinnar sem var leigð út eftir útboð. Sú fasteign var leigð út á talsvert lægra verði en Gufunes. Þá framkvæmdi óháð fasteignasala mat á leigusamningnum sem gerður var árið 2005 og komst að því að leigan sem Íslenska Gámafélagið greiddi var hærri en markaðsvirði á sínum tíma.

Ákvörðunin verður innan skamms birt á vefsíðu ESA og í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins og EFTA-viðauka þeirra.

Nánari upplýsingar veitir:

 Anne Vestbakke
Samskiptastjóri
Sími: +32 2 286 18 66
Farsími: +32 490 57 63 53

Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS