Browse by year:


State Aid

Eftirlitsstofnun EFTA samþykkir ríkisaðstoð til björgunar smærri sparisjóða á Íslandi - PR(10)35

22.6.2010

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í gær að heimila ríkisaðstoð til minni sparisjóða á Íslandi og gildir heimildin í sex mánuði.

Sparisjóður Norðfjarðar, Sparisjóður Vestmannaeyja, Sparisjóður Svarfdæla, Sparisjóður Bolungarvíkur og Sparisjóður Þórshafnar munu njóta góðs af þessari aðstoð. Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin til að leggja fyrir ESA áætlun um endurskipulagningu sérhvers þessara sparisjóða eigi síðar en 21. desember 2010.


ESA hefur nú samþykkt endurfjármögnun sem miðar að því að gera sparisjóðunum kleift að halda áfram starfsemi á fjármálamarkaði. Ráðstafanirnar fela í sér uppgjör á opinberum kröfum á hendur sparisjóðanna, en Seðlabanki Íslands eignaðist þessar kröfur vegna þrots Sparisjóðabanka Íslands hf. Verður kröfum þessum, sem nema alls 8.293 milljónum íslenskra króna (50 milljónum evra), að hluta breytt í eigið fé og/eða víkjandi lán. Þá eru kröfur að hluta færðar niður. Er fallist á að þar sé um að ræða óhjákvæmilegan þátt í heildarráðstöfunum til þess að mæta kröfum um eiginfjárhlutfall í samræmi við lágmarkskröfur Fjármálaeftirlitsins. Loks er hluta krafna breytt í almenn lán til fimm ára með vöxtum sem taka mið af aðstæðum.

Mat sitt á þessu máli byggði ESA á leiðbeinandi reglum stofnunarinnar sem hafa verið gefnar út í tengslum við fjármálakreppuna. Samkvæmt reglunum má ekki veita ríkisaðstoð umfram það sem nauðsynlegt er og tryggt skal að aðstoðin feli ekki í sér óeðlilega röskun á samkeppni. ESA telur að ráðstafanirnar séu viðeigandi þar sem þær eru til þess fallnar að mæta markmiði um að tryggja að umræddum sparisjóðum takist að uppfylla lögbundnar kröfur um lágmarkshlutfall eigin fjár. Jafnframt er talið að ráðstafanirnar séu nauðsynlegar til að þær nái tilgangi sínum sem og að gætt sé meðalhófs. Enn fremur leit stofnunin til þess að ríkið mun eignast hluta af stofnfé sparisjóðanna. Ríkið gæti því fengið greiddan arð og í samræmi við yfirlýsta stefnu Bankasýslu ríkisins hagnast þegar það selur eignarhlut sinn í framtíðinni.

Nánari upplýsingar veita:
 

Per Andreas Bjørgan
Competition and State Aid Directorate
s. (+32)(0)2 286 18 36

 

Marianne Clayton
Competition and State Aid Directorate
s
. (+32)(0)2 286 18 23

 

 
Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS