Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: Rannsókn á peningamarkaðssjóðunum

PR(10)48 - Icelandic version

8.9.2010

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við viðskipti upp á rúma 83 milljarða króna. Viðskiptin áttu sér stað í október 2008 og snéru að kaupum á skuldabréfum í eigu fjárfestingarsjóða[1] reknum af rekstrarfélögum tengdum stóru íslensku bönkunum þremur.


Í tilefni af kvörtun frá íslenskum keppinautum rekstrarfélaganna mun ESA leggja mat á hvort viðskiptalegar forsendur lágu að baki kaupum Íslandsbanka, Arion og (nýja) Landsbankans á eignum sjóðanna.

ESA dregur í efa að viðskiptaleg sjónarmið hafi ráðið för þegar nýju bankarnir réðust í kaupin á sama tíma og íslenski fjármálamarkaðurinn var í uppnámi. Þessar fjárfestingar námu:

·        63 milljörðum króna í tilfelli Landsbankans

·        12,9 milljörðum króna  í tilfelli Íslandsbanka

·        7,7 milljörðum króna í tilfelli Arion.

Einnig telur ESA að Íslandi hafi ekki sýnt fram á, að stjórnir bankanna, sem voru að fullu í eigu íslenska ríkisins, hafi tekið sjálfstæðar ákvarðanir um kaup á eignunum án afskipta ríkisins fáeinum dögum eftir að þær voru skipaðar tímabundið af íslenskum stjórnvöldum. Bankarnir hafa síðan orðið fyrir verulegu tjóni af fjárfestingunum í kjölfar afskrifta á virði eignanna sem fjárfest var í.

ESA mun rannsaka nákvæmlega ofangreind viðskipti og óska eftir frekari athugasemdum frá íslenskum stjórnvöldum og öðrum aðilum sem hafa hagsmuna að gæta.

Ákvörðunina í heild má nálgast innan skamms á vefsíðu ESA auk þess sem hún verður birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (The Official Journal of the European Union).

Frekari upplýsingar má nálgast hjá:

Trygve Mellvang-Berg
Press & Information Officer
sími (+32)(0)2 286 1866
farsími: (+32)(0)492 900 187

Haukur Logi Karlsson
Temporary Officer, Competition and State Aid
sími (+32)(0)2 286 18 40[1] Sjóðir sem lúta lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði (stundum nefndir peningamarkaðssjóðir í óformlegu tali)
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS