Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: ESA samþykkir áætlun um ívilnanir til nýfjárfestinga

13.10.2010

PR(10)57

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að heimila íslenskum yfirvöldum að taka upp styrkjakerfi til nýfjárfestinga á landsbyggðinni.


Samkvæmt EES samningnum er íslenska ríkinu almennt skylt að tilkynna ESA fyrirfram um allar áætlanir um veitingu ríkisaðstoðar. Slíka aðstoð má einungis veita að fengnu samþykki ESA. Íslensk yfirvöld tilkynntu ESA um nefndar fyrirætlanir sínar í júní s.l., samhliða því að samþykkt voru lög frá Alþingi um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi, nr. 99/2010.

ESA hefur lagt mat á fyrirhugað styrkjakerfi út frá undanþágum EES samningsins og leiðbeinandi reglum stofnunarinnar um ríkisaðstoð til byggðaþróunar.

Styrkjakerfið sem íslenska ríkið hefur tilkynnt til ESA nær til innlendra og erlendra fyrirtækja sem hyggja á nýfjárfestingu á landsbyggðinni með amk. 300 milljóna króna ársveltu, sem skapa muni ekki færri en 20 bein störf. Ívilnun má ekki veita til verkefna sem hafin eru áður en sótt er um styrk og Fjárfestingarstofa hefur metið styrkhæfni verkefnisins. Um er að ræða beina styrki sem ákveðnir verða á fjárlögum hvers árs auk ýmissa undanþága frá sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga til allt að 10 ára og loks sölu eða leigu hins opinbera á landi undir markaðsverði. Styrkjakerfinu er ætlað að gilda út árið 2013.

Per Sanderud, forseti eftirlitsstofnunar EFTA, leggur áherslu á að stofnunin leggst almennt gegn sérstakri ríkisaðstoð til einstakra verkefna. „Hér er ekki um slíka sérívilnun að ræða, heldur styrkjakerfi sem tekur til breiðs hóps fyrirtækja og flestra sviða atvinnulífsins. Í þessu máli hafi íslensk yfirvöld tilkynnt ESA tímanlega um áætlanir sínar um að veita ríkisstyrki og hafa þau sýnt fram á að þær séu hluti af stefnumótun þeirra í byggðamálum í landinu”, segir Sanderud.

Með samþykkt ESA er íslenskum yfirvöldum veitt heimild til að beita styrkjakerfinu, eftir að þau hafa birt endanlega gerð þess á vefsíðunni http://www.idnadarraduneyti.is/.

Ákvörðun ESA frá í dag er að finna á heimsíðu stofnunarinnar.


Frekari upplýsingar um ákv
örðun ESA veita:


Trygve Mellvang-Berg
Fjölmiðlafulltrúi
sími: (+32)2 286 1866
farsími: (+32)492 90 01 87

 

Sif Konráðsdóttir
Samkeppnis- og ríkisstyrkjasvið
sími: (+32) 2 286 18 55

 
Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS