Browse by year:


State Aid

Rannsókn á fyrirhuguðum ríkisstyrkjum til gagnavers Verne í umsagnarferli

27.1.2011

PR(11)03 - Icelandic version

 

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, kallar eftir athugasemdum við ákvörðun um að hefja rannsókn á stuðningi ríkisins og Reykjanesbæjar við Verne Holdings. Samkeppnisaðilar, hagsmunaaðilar og aðrir sem telja sig málið varða, eiga þess nú kost að senda athugasemdir til ESA. Frestur til þess rennur út þann 28. febrúar 2011.

Formleg rannsókn á opinberum stuðningi við gagnaver Verne í Reykjanesbæ hófst þann 3. nóvember á síðasta ári, sjá fréttatilkynningu ESA nr. 10/62.

Ákvörðun ESA um rannsóknina birtist í dag í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins, ásamt þýðingu á útdrætti hennar á þjóðtungur allra 27 aðildarríkja ESB, sjá Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 27. janúar 2011.

Útdráttur úr ákvörðuninni á íslensku var í dag einnig birtur í EES-viðbæti Stjórnartíðinda Evrópusambandsins. Hann má nálgast á bls. 22 í EES-viðbæti 4/2011 frá 27. janúar 2011. Ákvörðunina í heild er að finna á ensku á vefsíðu ESA, ákvörðun nr. 418/10/COL.

Íslenskum yfirvöldum verður gefinn kostur á að tjá sig um framkomnar athugasemdir. Unnt er að óska nafnleyndar í samræmi við gildandi málsmeðferðarreglur, sbr. 6. gr. bókunar 3, um störf og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði ríkisaðstoðar, við samning milli EFTA-ríkja um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.

Athugasemdir skulu sendar á neðangreint póstfang eða á netfangið registry@eftasurv.int.

 

Frekari upplýsingar fást hjá:

Trygve Mellvang-Berg
Fjölmiðlafulltrúa ESA
sími +32 2 286 1866
farsími +32 492 90 01 87
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS