Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: Yfirtaka Íslandsbanka á Byr heimiluð

19.10.2011

PR(11)70 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur í dag tekið ákvörðun í tveimur álitaefnum um ríkisaðstoð vegna kaupa Íslandsbanka á Byr hf.

  • ESA veitir áframhaldandi heimild fyrir lánafyrirgreiðslu íslenska ríkisins til Byrs þar til Byr og Íslandsbanki hafa  runnið saman.
  • Íslandsbanka er heimilt að festa kaup á Byr, þrátt fyrir að hafa áður hlotið ríkisaðstoð.

ESA samþykkti lánafyrirgreiðslu til 6 mánaða til handa Byr í apríl síðastliðnum.[1] Markmiðið með þeirri ráðstöfun var að endurfjármagna Byr. Síðar kom í ljós að bankinn þurfti á meira eigin fé að halda til þess að uppfylla lagaskilyrði. Bankinn var því settur í opið söluferli sem lauk með því að Íslandsbanki keypti Byr.

Íslandsbanki, líkt og Byr, naut ríkisaðstoðar í kjölfar fjármálakreppunnar.[2] Við  venjulegar kringumstæður er bönkum sem notið hafa ríkisaðstoðar ekki heimilt að festa kaup á samkeppnisaðilum sínum.

Undantekningu frá þessu banni má veita að uppfylltum tveimur meginskilyrðum:

  • að kaupin séu nauðsynleg til að tryggja fjármálastöðugleika, og
  • að þau feli ekki í sér óþarfa röskun á samkeppni.

Er það álit ESA að þessum skilyrðum sé fullnægt.

Íslandsbanka verður gert að skila áætlun um endurskipulagningu til ESA fyrir hið sameinaða fyrirtæki innan þriggja mánaða frá því að hinn ráðgerði samruni á sér stað. Aætlunin skal innihalda aðgerðir sem miða að því að virk samkeppni ríki á íslenskum bankamarkaði eftir samrunann.

Ákvörðunin í heild sinni, án trúnaðarupplýsinga, verður birt á vefsíðu ESA, eftir u.þ.b. einn mánuð.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Trygve Mellvang-Berg
Upplýsingafulltrúi
sími+32 2 286 18 66
farsími +32 492 900 187[1] Sjá fréttatilkynningu ESA frá 13. april 2011

[2] Formleg rannsókn ESA á ríkisaðstoð til Íslandsbanka stendur enn yfir. Sjá fréttatilkynningu ESA frá 15. desember 2010.  
Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS