Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: Raforkusölusamningar við Alcan og Íslenska kísilfélagið samþykktir

14.12.2011

PR(11)76 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur í dag komist að þeirri niðurstöðu að raforkusölusamingar Landsvirkjunar við Alcan, annars vegar, og Íslenska kísilfélagsins, hins vegar, feli ekki í sér ríkisaðstoð.

Íslensk stjórnvöld tilkynntu ESA um samningana og óskuðu álits á lögmæti þeirra. ESA ákvað í dag að gefa grænt ljós á samningana.

Þrátt fyrir að ESA gæti ekki útilokað að íslenska ríkið gæti verið ábyrgt fyrir efni samninganna, komst ESA að þeirri niðurstöðu að samningarnir fælu ekki í sér ívilnun til handa fyrirtækjunum tveimur. Þess er að vænta að hagnaður Landsvirkjunar af umræddum samningum verði ásættanlegur. Áður var það venjan að verð fyrir raforku í samningum af þessu tagi væri bundið hrávöruverði, svo er ekki í þeim samningum sem hér um ræðir.

Ákvörðunin í heild sinni, án trúnaðarupplýsinga, verður birt á vefsíðu ESA, eftir u.þ.b. einn mánuð.

Frekari upplýsingar veitir:

Trygve Mellvang-Berg
Upplýsingafulltrúi
sími: +32 2 286 18 66
farsími: +32 492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS