Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: Fjárfesting í viðgerðum skipalyftunnar í Vestmannaeyjum samþykkt

30.5.2012

PR(12)29 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur í dag komist að þeirri niðurstöðu að 370 milljón króna fjárfesting Vestmannaeyjahafnar í viðgerðum á skipalyftu feli ekki í sér ríkisaðstoð.


ESA byggir niðurstöðu sína á upplýsingum frá Vestmannaeyjarhöfn um að krafið verði gjald fyrir notkun á skipalyftunni sem svara muni til markaðsverðs og að slíkt endurgjald muni nægja fyrir tilfallandi heildarkostnaði.

Vestmannaeyjahöfn er rekin sem opinbert fyrirtæki og gegna mannvirki hafnarinnar mikilvægu hlutverki fyrir margskonar sjósækna atvinnustarfsemi.

Árið 2006 bilaði skipalyfta sem starfrækt hafði verið í höfninni síðan 1982. Eftir að hafa kannað ýmsa möguleika við fjármögnun viðgerða tók Vestmannaeyjabær ákvörðun um að Vestmannaeyjahöfn, eigandi lyftunnar, skyldi standa straum af kostnaðinum. Ákvörðun var einnig tekin um að bjóða í framhaldinu út rekstur skipalyftunnar. Eftir að hafa borist kvörtun frá eiganda skipalyftu í samkeppni hóf ESA forkönnun á mögulegri ólögmætri ríkisaðstoð.

ESA hefur nú lagt mat á viðskiptalegar forsendur viðgerðarinnar. ESA leggur áherslu á að ekki skuli meta væntanlega starfsemi skipalyftunnar eina og sér, án þess að gefa gaum tengdum þáttum í starfsemi Vestmannaeyjarhafnar. Íslensk stjórnvöld hafa útskýrt ætlun sína um að innheimta markaðsverð fyrir aðgang að skipalyftunni og að tekjurnar af slíkum gjöldum muni samkvæmt áætlunum nægja fyrir heildarkostnaði við rekstur mannvirkisins auk ásættanlegrar ávöxtunar á fjárfestingunni í viðgerðunum.

ESA telur að með þessu sé nægjanlega sýnt fram á að ávinningur muni ekki hljótast í gegnum gjöldin fyrir notkun á skipalyftunni. ESA kemst þar af leiðandi að þeirri niðurstöðu að um ríkisaðstoð sé ekki að ræði í skilningi EES samningsins.  

 

Frekari upplýsingar veitir:

 

Mr. Trygve Mellvang-Berg
Upplýsingafulltrúi
sími: +32 2 286 18 66
farsími: +32 492 900 187

 

 

 

 

 
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS