Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: Kaup Landsbankans á eignum og rekstri Sparisjóðs Svarfdæla heimiluð

20.6.2012

PR(12)34 - Icelandic version
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur í dag tekið ákvörðun varðandi álitaefni um ríkisaðstoð vegna kaupa Landsbanks á öllum eignum og rekstri Sparisjóðs Svarfdæla.

Landsbankanum var veitt ríkisaðstoð í kjölfar fjármálakreppunnar.[1] Við venjulegar kringumstæðar er bönkum sem notið hafa ríkiaðstoðar ekki heimilt að festa kaup á samkeppnisaðilum sínum. Undanþágu frá þessu banni má veita að uppfylltum tveimur meginskilyrðum:

  • að kaupin séu nauðsynleg til að tryggja fjármálastöðugleika, og
  • að þau feli ekki í sér óþarfa röskun á samkeppni.

Er það álit ESA að þessum skilyrðum sé fullnægt.

ESA tekur undir þá skoðun íslenskra stjórnvalda að ógjaldfærni íslensks banka gæti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika í landinu. Vegna viðkvæmrar stöðu fjármálamarkaða, og þess að ekki varð séð að aðrar betri leiðir væru færar til þess að tryggja að Sparisjóður Svarfdæla upfyllti skilyrði um eiginfjárhlutfall, telur ESA kaup Landsbankans á öllum eignum og reksti sparisjóðsins nauðsynlega aðgerð og til þess fallna að tryggja fjármálastöðugleika.

Söluferli Sparisjóðs Svarfdæla var opið og gagnsætt og var Landsbankinn eini aðilinn sem gerði bindandi tilboð. Vegna smæðar sparisjóðsins er það álit ESA að kaup Landsbankans leiði ekki til óþarfrar röskunar á samkeppni.

ESA mun hins vegar, við mat á enduskipulagningaraðstoð sem Landsbankanum var veitt, taka tillit til kaupa á eignum og rekstri Sparisjóðs Svarfdæla. Formleg rannsókn á ríkisaðstoð til handa Landsbankanum stendur  enn yfir.

Ákvörðunin í heild sinni, án trúnaðarupplýsinga, verður birt á vefsíðu ESA, eftir u.þ.b. einn mánuð.

Frekari upplýsingar veitir:

Mr. Trygve Mellvang-Berg
Upplýsingafulltrúi
Sími: +32 2 286 18 66

Farsími: +32 492 900 187[1] Formleg rannsókn ESA á ríkisaðstoð til Landsbankans stendur enn yfir. Sjá fréttatilkynningu ESA frá  15. Desember 2010.
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS