Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: Samningur um leigu á ljósleiðara felur ekki í sér ríkisaðstoð

21.11.2012

PR(12)69 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst í dag að þeirri niðurstöðu að samningur sem undirritaður var þann 1. febrúar 2010 á milli Varnarmálastofnunar og Og fjarskipta ehf. (Vodafone) um leigu á ljósleiðara feli ekki í sér ríkisaðstoð í skilningi EES-samningsins.

Eftir brotthvarfs varnarliðsins árið 2006 tóku íslensk stjórnvöld að fullu yfir rekstur Ratsjárstofnunar. Stofnunin starfrækti meðal annars fyrir hönd NATO þrjá ljósleiðara sem eru hluti af uþb. 1.800 km ljósleiðaraneti, er samanstendur af átta ljósleiðurum sem umlykja Ísland. Hinir fimm ljósleiðararnir eru í eigu Mílu ehf. sem annast rekstur þeirra til almennra fjarskipta.

Í apríl 2008 efndu Ríkiskaup fyrir hönd utanríkisráðuneytisins til úboðs á afnotum af tveimur af þremur ljósleiðurum NATO. Markmið útboðsins voru að draga úr kostnaði af rekstri ljósleiðaranna, auka aðgang almennings að bandvídd og auka samkeppni á fjarskiptamarkaði. Í kjölfar útboðsins undirritaði Varnamálastofnun síðan leigusamnig við Og fjarskipti ehf. um afnot af einum ljósleiðara.

Í júlí 2010 barst ESA kvörtun þar sem því var haldið fram að umræddur samningur fæli í sér ólögmæta ríkisaðstoð þar sem ekki hefði verið greitt markaðsverð fyrir leigu ljósleiðaranna. 

ESA komst í dag að þeirri niðurstöðu að umræddur samningur hafi verið gerður í kjölfar vel auglýstrar og opinnar útboðsmeðferðar.

  • Alls bárust fimm tilboð frá fjórum sjálfstæðum félögum sem öll uppfylltu þær tæknilegu og fjárhagslegu kröfur sem fram komu í útboðslýsingunni.
  • Val á tilboði grundvallaðist á þeirri meginreglu að taka því boði sem uppfyllti best þær kröfur sem fram komu í úboðslýsingu.
  • Það tilboð sem hlaut hæstu einkunn var dregið til baka og því var samið við Og fjarskipti ehf., en tilboð þess félags hlaut næst hæstu einkunn.

Á grundvelli upplýsinga frá íslenskum stjórnvöldum komst ESA einnig að þeirri niðurstöðu að sú leiga sem Og fjarskipti ehf. greiða samkvæmt samningnum sé hærri en sá kostnaður sem íslenska ríkið ber af því að bjóða ljósleiðarann til almennrar notkunar. Samningurinn fól því ekki í sér að fjármunum ríkisins væri fórnað.  

Með hliðsjón af ofangreindu hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé um að ræða ríkisaðstoð í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Trygve Mellvang-Berg
Upplýsingafulltrúi
Sími. (+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS