Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: Rannsókn hætt á ríkisaðstoð til þriggja fjárfestingarbanka

19.12.2012

PR(12)85 - Icelandic version

 

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að loka formlegri rannsókn stofnunarinnar á ríkisaðstoð í tengslum við lánveitingar ríkissjóðs til fjárfestingarbankanna Saga Capital, VBS og Askar Capital.

Árið 2009 skuldbreytti ríkissjóður Íslands skammtíma kröfum Seðlabanka Íslands (SÍ) á bankana þrjá vegna verðlána SÍ og verðbréfalána f.h. ríkissjóðs, sem voru í vanskilum, í  lán til sjö ára á hagstæðum kjörum. Þessar ráðstafanir voru ekki tilkynntar til ESA. ESA barst hins vegar, í júní 2010, kvörtun frá hagsmunaaðila vegna þessara lánveitinga þar sem því var haldið fram að um væri að ræða ólögmæta ríkisaðstoð. Eftir að hafa lagt mat á aðgerðirnar og skýringar íslenskra stjórnvalda ákvað ESA að hefja formlega rannsókn.

Brágðabirgðarniðurstaða stofnunarinnar var sú að skuldbreytingarnar hefðu falið í sér ríkisaðstoð sem samræmdist ekki EES samningnum. Þar að auki hefðu íslensk yfirvöld brugðist skyldu sinni með því að tilkynna ekki ráðstafanirnar áður en þær komu til framkvæmda. Meðan á rannsókninni stóð bárust ESA engar upplýsingar eða röksemdir sem líklegar voru til að breyta frumniðurstöðu stofnunarinnar.

Eftir að rannsókn ESA hófst hafa stofnuninni borist upplýsingar um breytta stöðu bankanna þriggja. Þeir hafa nú allir hætt venjulegri starfsemi, starfsleyfi þeirra hafa verið afturkölluð, slitameðferð hafin og kröfulýsingarfrestur útrunninn í öllum tilvikum. Við þessar aðstæður þjónar endanleg ákvörðun af hálfu ESA um það hvort aðgerðirnar hafi falið í sér ríkisaðstoð til handa bönkunum og hvort sú aðstoð samrýmist EES samningnum engum tilgangi. ESA hefur því ákveðið að loka formlegri rannsókn sinni í þessu máli.

Opinber útgáfa ákvörðunar ESA frá því í dag verður birt á vefsíðu stofnunarinnar, að öllu jöfnu innan eins mánaðar.

Frekari upplýsingar veitir:

Trygve Mellvang-Berg
Upplýsingafulltrúi
Sími. (+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS