Browse by year:


State Aid

Samanburðarskýrla um ríkisaðstoð í EFTA-ríkjunum: Aukin aðstoð vegna byggðarþróunar og umhverfisverndar

5.3.2013

PR(13)18 - Icelandic version

Ríkisaðstoð vegna fjármálakreppunnar hefur dregist saman, en aðstoð vegna byggðaþróunar og umhverfisverndar aukist talsvert. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir árið 2011 um þróun útgjalda til ríkisaðstoðar í EFTA-ríkjunum sem aðild eiga að EES (e. State Aid Scoarboard), en skýrslan er birt í dag.

Skýrslan er mælitæki sem notað er til að meta fjárhæð ríkisaðstoðar sem ESA hefur samþykkt að EFTA-ríkin veiti fyrirtækjum í atvinnurekstri.

Á heildina litið hafa útgjöld vegna ríkisaðstoðar að mestu staðið í stað á milli ára og nema þau í heild um 2,8 milljörðum evra. Skýrslan sýnir hins vegar að nú þegar aðstoð vegna fjármálakreppunnar hefur minnkað hafa útgjöld vegna ríkisaðstoðar sem þjónar öðrum tilgangi aukist, til að mynda aðstoð vegna byggðaþróunar og umhverfisverndar.” segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.

Ísland dró verulega úr útgjöldum vegna ríkisaðstoðar, frá því að nema um 312 milljónum evra árið 2010 niður í um 36 milljónir evra árið 2011. Þetta má að stórum hluta rekja til þess að ríkisaðstoð vegna fjármálakreppunnar hefur dregist saman um 285 milljónir evra. Á sama tíma hafa útgjöld vegna ríkisaðstoðar sem þjónar öðrum markmiðum aukist frá því að vera 23 milljónir evra í rúmar 32 milljónir evra. Aðstoð vegna byggðaþróunar á Íslandi nánast þrefaldaðist milli ára, frá um 4 milljónum evra árið 2010 í fast að 12 milljónum evra árið 2011. Ríkisaðstoð vegna rannsókna, þróunar og nýsköpunar óx um 2 milljónir evra og námu útgjöld vegna hennar árið 2011 alls 12 milljónum evra. Að undanskilinni aðstoð vegna fjármálakreppunnar hefur slík aðstoð verið mikilvægasta tegund ríkisaðstoðar á Íslandi hvað varðar raunveruleg útgjöld.

Noregur veitti auknum fjármunum í ríkisaðstoð á arínu 2011 en útgjöld vegna hennar jukust frá því að nema um 2.596 milljónum evra árið 2010 upp í um 2.787 milljónir evra árið 2011. Áberandi aukning varð í fjárhæð ríkisaðstoðar til umhverfisverndar, en hún jókst frá um 611 milljónir evra árið 2010 í rúmar 1.019 milljónir evra árið eftir. Ríkisaðstoð til byggðaþróunar er næst mikilvægasti útgjaldaliðurinn í Noregi, en framlög til hennar jukust einnig, frá um 897 milljónum evra árið 2010 í um 915 milljónir evra árið 2011. Aukning í þessum tveimur útgjaldaliðum vegur upp þann samdrátt sem varð í ríkisaðstoð til rannsóknar og þróunarverkefna, en hún lækkaði úr um 530 milljónum evra árið 2010 í um 381 milljónir evra árið 2011.

Liechtenstein hélt áfram þeirri stefnu að veita ríkisaðstoð einungis vegna verkefna er varða menningu og þjóðararf. Útgjöld vegna aðstoðarinnar dróust saman þegar þau eru mæld í svissneskum frönkum, en vegna gengisbreytinga jókst heildarfjárhæð aðstoðar frá um 1,34 milljón evra árið 2010 í um 1,49 milljón evra árið 2011.

Samanburður við aðildaríki Evrópusambandsins sýnir að meðalútgjöld EFTA-ríkjanna vegna ríkisaðstoðar árið 2011 eru hlutfallslega lág. Þetta má að hluta rekja til til þess að ríkisaðstoð á Íslandi dróst verulega saman árið 2011, en Ísland er eina EFTA-ríkið sem veitt hefur ríkisaðstoð vegna fjármálakreppunnar. Ef litið er framhjá aðstoð vegna fjármálakreppunnar kemur í ljós að útgjöld Noregs vegna ríkisaðstoðar (0,73% af vergri landsframleiðslu, VLF) eru töluvert yfir meðaltali ESB ríkjanna (0,42% af VLF). Hins vegar eru útgjöld Íslands nokkuð undir því meðaltali (0,31% af VLF) og útgjöld Liechtenstein eru hlutfallslega lægst allra EES ríkja (0,04% af VLF).

Hægt er að sjá skýrslunna í heild sinni hér

Frekari upplýsingar veitir:

Trygve Mellvang-Berg
Upplýsingafulltrúi
Sími. (+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187

Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS