Browse by year:


State Aid

Formleg rannsókn hafin á hugsanlegri ríkisaðstoð við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu

20.3.2013

PR(13)25 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á hugsanlegri ríkisaðstoð í tengslum við fjármögnun á starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Er bráðabirgðaniðurstaða ESA sú að um ríkisaðstoð sé að ræða sem ekki geti að fullu samræmst ákvæðum EES samningsins þar eð ekki sé tryggður fjárhaslegur aðskilnaður á menningarstarfsemi frá starfsemi í samkeppnisrekstri.

“Aðstoð ætluð til að menningarstarfsemi er heimil samkvæmt EES Samningnum. Íslensk stjórnvöld verða hins vegar að sjá til þess að slík aðstoð sé ekki nýtt til að niðurgreiða starfsemi í samkeppnisrekstri, til að mynda ráðstefnuhald.” segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.

ESA hefur haft málið til athugunar í kjölfar þess að stofnuninni barst kvörtun vegna opinbers stuðnings við ráðstefnuhald í Hörpu.

Harpa hýsir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku Óperuna. Að auki er þar ráðstefnuhald af ýmsum toga auk popp- og rokktónleika. Önnur starfsemi, svo sem veisluþjónusta, rekstur veitingastaða og verslana er í höndum einkaaðila sem leigja aðstöðu í húsinu á grundvelli útboðs. Harpa er að fullu í eigu ríkisins (54%) og Reykjavíkurborgar (46%). Frá opnun Hörpu árið 2011 hefur verið töluverður hallarekstur af starfseminni og hafa eigendurnir því þurft að leggja til aukafjármagn til að standa undir rekstrinum.

ESA hefur komist að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að fjármögnun Hörpu feli í sér ríkisaðstoð í skilningi EES samningsins. Í ljósi hins menningarlega hlutverks sem bygging og rekstur Hörpu er ætlað, fellst ESA á að sá þáttur starfseminnar geti samrýmst EES samningum. Til þess að koma í veg fyrir röskun á samkeppni á markaði fyrir ráðstefnuhald og í öðrum samkeppnisrekstri áréttar stofnunin hins vegar nauðsyn viðeigandi ráðstafana til að tryggja að opinbert fé ætlað til menningarstarfsemi sé ekki nýtt til að niðurgreiða starfsemi í samkeppnisrekstri. Bráðabirgðaniðurstaða ESA er að ekki hafi verið sýnt fram á slíkan aðskilnað og því samrýmist núverandi fyrirkomulag á fjármögnun Hörpu ekki EES samningum.

Með hliðsjón af framangreindu ákvað ESA að hefja formlega rannsókn á fjármögnun tónlístar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Ákvörðun um að hefja formlega rannsókn er tekin með fyrirvara um endanlega ákvörðun ESA, þar sem stofnunin gæti komist að þeirri niðurstöðu að ríkisaðstoðin sé í samræmi við EES-samninginn.

Opinber útgáfa ákvörðunar ESA frá því í dag verður birt á vefsíðu stofnunarinnar, að öllu jöfnu innan eins mánaðar.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Trygve Mellvang-Berg
Upplýsingafulltrúi
Sími. (+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS