Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: Máli varðandi ríkisábyrgðir Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur lokað

24.4.2013

PR(13)35 - Icelandic version

Í kjölfar þess að reglum um ríkisábyrgðir vegna skuldbindinga Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur var breytt hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákveðið að loka rannsókn sinni á málinu. 

Áður en nýju reglurnar tóku gildi nutu bæði Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur ótakmarkaðra ríkisábyrgða á öllum skuldbindingum sínum. ESA leit svo á að umræddar ríkisábyrgðir teldust ríkisaðstoð sem væri ósamrýmanleg ákvæðum EES samningsins. Stofnunin fór því fram á að íslensk yfirvöld breyttu reglunum. Íslensk yfirvöld féllust á umrætt mat ESA og hétu því að breyta reglum um ríkisábyrgðir í samræmi við athugasemdir stofnunarinnar. 

Nýjar reglur um ríkisábygðir vegna skuldbindinga Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur fela meðal annars í sér eftirfarandi: 

  • Hvorki Landsvirkjun né Orkuveita Reykjavíkur njóta nú góðs af ótakmarkaðri ríkisábyrgð vegna skuldbindinga sinna.
  • Bæði fyrirtækin greiða nú sérstakt ríkisábyrgðargjald sem samsvarar ávinningi vegna ríkisábyrgða. Gjaldið er metið á hverju ári af sjálfstæðum aðila.
  • Ríki og sveitarfélög munu aðeins gangast í ábyrgðir fyrir að hámarki 80% af heildarverðmæti skuldbindinga fyrirtækjanna. Ef svo vill til að fyrirtækin lendi í fjárhagserfiðleikum munu þau ekki eigi rétt á ríkisábyrgð vegna frekari skuldbindinga.
  • Engin efndaábyrgð verður veitt vegna nýrra raforkusamninga sem samþykktir verða af hálfu fyrirtækjanna tveggja.

Þar að auki hafa íslensk yfirvöld ábyrgst að nýju reglurnar um ríkisábyrgðir samrýmist að fullu leiðbeinandi reglum ESA um ríkisábyrgðir. 

Með hliðsjón af öllu ofangreindu hefur ESA ákveðið að loka málinu.

Frekari upplýsingar veitir:

Mr. Guðlaugur Stefánsson
Deputy Director, Competition and State aid
tel. (+32)(0)2 286 18 50
mob. (+32)(0)491 863 266
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS