Browse by year:


State Aid

Ríkisaðstoð: ESA rannsakar ívilnanalög

30.4.2013

PR(13)36 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi

Ríkisaðstoðarkerfið sem Ísland kom á fót byggir á svokölluðum ívilnanalögum frá 2010. Miða lögin að því að efla nýfjárfestingu á Íslandi. Þau heimila beina ríkisstyrki til fyrirtækja, skattaívilnanir í allt að 10 ár og sölu og útleigu fasteigna í eigu hins opinbera undir markaðsverði.

ESA heimilaðiríkisaðstoðarkerfið árið 2010. Síðan hafa íslensk yfirvöld tvisvar breytt því; með reglugerðarbreytinguí árslok 2010 og með breytingalögumsamþykktum af Alþingi í mars sl. ESA hefur nú ákveðið að hefja rannsókn á ríkisaðstoðarkerfinu eins og því hefur verið breytt.

Frá árinu 2010 hefur Ísland gert svokallaða fjárfestingasamningavið sex fyrirtæki á grundvelli ríkisaðstoðarkerfisins, eins og því var breytt. ESA telur vafa leika á því hvort ákveðnir þættir þessara samninga samrýmist ríkisaðstoðarreglum EES samningsins.

Sú skylda hvílir á ESA að hefja formlega rannsókn þegar stofnunin telur, að lokinni frumathugun, vafa leika á að ríkisaðstoð samrýmist EES samningnum. Ákvörðunin í dag felur ekki í sér endanlega niðurstöðu í málinu og gæti ESA að lokinni rannsókn komist að þeirri niðurstöðu að ríkisaðstoðin sé í samræmi við EES samninginn að hluta eða öllu leyti.

ESA kallar nú eftir athugasemdum og upplýsingum frá íslenskum yfirvöldum. Jafnframt kallar stofnunin eftir athugasemdum frá þeim aðilum sem telja sig eiga hagsmuna að gæta.

Ákvörðunin um að hefja rannsókn verður innan skamms birt á vefsíðu ESA.

Frekari upplýsingar veitir:

Per Andreas Bjørgan
Framkvæmdastjóri samkeppnis- og ríkisstyrkjasviðs
sími: +32 2 286 18 36
farsími: +32 477 263 027
Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS