Browse by year:


State Aid

Rannsókn hafin á hugsanlegri ríkisaðstoð í tenglum við uppbyggingu háhraðanetkerfis á Íslandi

10.7.2013

PR(13)62 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á hugsanlegri ríkisaðstoð til Símans á grundvelli samnings um uppbyggingu háhraðanetkerfis á dreifbýlum svæðum á Íslandi.

ESA hefur haft málið til athugunar í kjölfar þess að stofnuninni barst kvörtun frá samkeppnisaðila. Kvartandinn hélt því fram að með samningnum hefði Símanum verið ívilnað miðað við aðra aðila á breiðbandsmarkaðnum auk þess sem greiðslur til fyrirtækisins hefðu verið hærri en tilefni gaf til. 

“Samkvæmt ríkistyrkjareglum EES Samningnsins er ríkjum, undir vissum kringumstæðum, heimilt að veita styrki til uppbyggingar háhraðanetkerfa á ákveðnum svæðum. Hins vegar þurfa slík verkefni að vera vel úr garði gerð og gæta verður þess að ríkisstyrkir til slíkra verkefna skaði ekki samkeppni.”, segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.

Árið 2008 auglýstu Ríkiskaup, fyrir hönd Fjarskiptasjóðs, útboð vegna verkefnisins “Háhraðanettengingar til allra landsmanna”. Verkefnið náði til alls 1118 bygginga sem hvorki höfðu né voru líklegar til að fá háhraðanettenginar á markaðsforsendum í náinni framtíð. Síminn var í kjölfar útboðsins valinn til að setja upp kerfið. Eftir að uppbyggingu kerfisins lauk átti Síminn að veita öðrum þjónustuaðilum heildsöluaðgang að kerfinu.

Áður en samningur var undirritaður milli Símans og Fjarskiptasjóðs var ákveðið að bæta 670 byggingum við verkefnið. Í tilefni af stækkun verkefnisins voru greiðslur samkvæmt samningnum hækkaðar og verkefnatíminn lengdur. Þar að auki voru greiðslurnar til Símans gengistryggðar í stað þess að miða við vísitölu neysluverðs eins og upphaflega hafði staðið til.

Eftir að hafa kynnt sér umræddan samning og útboðsgögn telur ESA vafa leika á því að heildsöluaðgangur annarra þjónustuaðila hafi verið nægjanlega tryggður. Jafnframt hafa íslensk yfirvöld að mati ESA ekki getað útskýrt á fullnægjandi hátt hvers vegna greiðslur til Símans voru gengistryggðar.

Sú skylda hvílir á ESA að hefja formlega rannsókn þegar stofnunin telur, að lokinni frumathugun, vafa leika á að ríkisaðstoð samrýmist EES samningnum. Ákvörðunin í dag felur ekki í sér endanlega niðurstöðu í málinu og gæti ESA að lokinni rannsókn komist að þeirri niðurstöðu að ríkisaðstoðin sé í samræmi við EES samninginn að hluta eða öllu leyti.

ESA kallar nú eftir athugasemdum og upplýsingum frá íslenskum yfirvöldum. Jafnframt kallar stofnunin eftir athugasemdum frá þeim aðilum sem telja sig eiga hagsmuna að gæta.

Ákvörðunin um að hefja rannsókn verður innan skamms birt á vefsíðu ESA.

Frekari upplýsingar veitir:

Per Andreas Bjørgan
Framkvæmdastjóri samkeppnis- og ríkisstyrkjasviðs
sími: +32 2 286 18 36

farsími: +32 477 263 027
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS